OECD birtir efnahagsspá um Ísland
Hagvöxtur á Íslandi árið 2013 var umtalsvert meiri en búist var við, sem skýrist af vexti í útflutningi og ferðamennsku. Þetta kemur fram í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, sem kom út í dag.
Í skýrslu stofnunarinnar er m.a. að finna yfirlit yfir þróun efnahagsmála á Íslandi árið 2013 og spá til tveggja ára.
Aukin atvinnusköpun og löggjöf um lækkun verðtryggðra fasteignaskulda heimilanna mun örva einkaneyslu á árinu og styðja enn frekar við efnahagsbatann, að mati OECD.
Economic Outlook May 2014 (skýrsla á ensku)
Dreifirit frá blaðamannafundi OECD vegna skýrslunnar (á ensku)