Leiðrétting vegna sérstaks veiðigjalds
Vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag miðvikudaginn 7. maí 2014, um að sérstakt veiðigjald á botnfisk muni lækka um 80% milli ára vill atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið taka fram eftirfarandi:
Ráðuneytið sendi útreikninga um áætluð veiðigjöld, til atvinnuveganefndar Alþingis samkvæmt frumvarpi um veiðigjöld, sem til meðferðar er hjá nefndinni. Í ljós hefur komið að villa var í skjalinu og var áætluð lækkun sérstaks veiðigjalds vegna skuldaafsláttar á botnfisk áætluð 1.300 milljónir. Frekari upplýsingaöflun hefur hins vegar leitt í ljós að nær lagi væri að þessi fjárhæð geti numið um 1.000 milljónum, og áætlað sérstakt veiðigjald á botnfisk að frádregnu afsláttum nemi um 585 milljónum króna. Atvinnuveganefnd Alþingis hafa nú verið send leiðrétt gögn. Rétt er að taka fram að reglur um skuldaafslátt voru sett á árinu 2012, í tíð fyrri ríkisstjórnar.
Leiðrétting þessi er í samræmi við framsöguræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hann flutti við framlagningu frumvarps um veiðigjöld, en þar sagði ráðherra:
„Við nánari athugun ráðuneytisins núna á síðustu dögum hefur sýnt sig að ætla megi að lækkunin nemi um 1.000 milljónum króna, og hún sé því ofáætluð um ca. 300 milljónir króna í greinargerð frumvarpsins.
Samkvæmt því má gera ráð fyrir að innheimt veiðigjöld muni nema um 8,3 milljörðum króna verði frumvarpið að lögum, í stað þess að nema um 8 milljörðum króna, eins og segir í frumvarpinu.“
Veiðigjöldum er skipt í tvennskonar álagningu, annarsvegar er almennt gjald, sem allir greiða án tillits til afkomu útgerðarinnar og er það m.a. hugsað til þess að standa straum af kostnaði ríkissjóðs við fiskveiðistjórnunarkerfið og hinsvegar sérstakt veiðigjald sem tekur mið af afkomu greinarinnar en báðum veiðigjöldunum er dreift miðað við svokallaða afkomustuðla hverrar fisktegundar.Samanburð á veiðigjöldum skv. frumvarpinu miðað við núverandi skipan má sjá í neðangreindri töflu. Þar kemur fram að verði frumvarp um veiðigjöld að lögum má áætla að tekjur ríkissjóðs af veiðgjöldum geti numið 8.302 m.kr. á ári samanborið við 9.864 m.kr. skv. núgildandi lögum.
Áætlun samkvæmt frumvarpi | ||||||||
Botnfiskur | Uppsjávarfiskur | |||||||
Almennt | Sérstakt | Alls | Almennt | Sérstakt | Alls | |||
Álagt | 3.715 | 1.735 | 5.450 | 1.327 | 2.675 | 4.002 | ||
"Frítekjumark" | 150 | 150 | ||||||
Lækkun v/skulda | 1.000 | 1.000 | ||||||
3.715 | 585 | 4.300 | ||||||
Nettó samtals | 8.302 | |||||||
Áætlun samkvæmt gildandi lögum fiskveiðiárið 2013/2014 | ||||||||
Botnfiskur | Uppsjávarfiskur | |||||||
Almennt | Sérstakt | Alls | Almennt | Sérstakt | Alls | |||
Álagt | 3.810 | 2.960 | 6.770 | 924 | 3.720 | 4.644 | ||
"Frítekjumark" | 250 | 250 | ||||||
Lækkun v/skulda | 1.300 | 1.300 | ||||||
3.810 | 1.410 | 5.220 | ||||||
Nettó samtals | 9.864 |