Hoppa yfir valmynd
7. maí 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Sigurður Ingi ræddi mikilvægi sjálfbærra veiða á Norðurslóðum 

Sigurðu Ingi í ræðustól
Sigurðu Ingi í ræðustól

Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála er staddur á sjávarútvegsýningunni í Brussel sem nú stendur yfir. Í morgun flutti ráðherra ræðu og ræddi í panel, ásamt fulltrúum ESB og Noregs, málefni sjálfbærra fiskveiða á Norðurslóðum á vinnustofu um málefnið sem haldin var á vegum norsku sendinefndarinnar gagnvart ESB í Brussel.

Í máli sínu lagði Sigurður Ingi áherslu á stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum Norðurslóða, m.a. að veiðar skyldu vera sjálfbærar og að rannsóknir þurfi að vera grunnur ákvarðana um nýtingu. Þá væri mikilvægt að allar ákvarðanir væru teknar í samvinnu við íbúa svæðanna sem hafa lífsviðurværi sitt af gæftum þess.

Ræða ráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta