Hoppa yfir valmynd
8. maí 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynningarátak um starfsmenntun

Tilgangur verkefnisins var að auka sýnileika starfsmenntunar og  þau tækifæri sem felast í starfsnámi

Kynningarátak í starfsmenntun
Verkidn-i-Kornum-022

Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir sérstöku kynningarátaki um starfsmenntun sem hófst í febrúar 2013 og lauk formlega í mars 2014. Tilgangur verkefnisins var að auka sýnileika starfsmenntunar og vekja ungt fólk til umhugsunar um þau tækifæri sem felast í starfsnámi. Elín Thorarensen var ráðin verkefnisstjóri til þess að stýra átakinu. Í skýrslu Elínar, sem hér er birt, er lýsing á verkefninu og framkvæmd þess.

Í lokaorðum skýrslunnar dregur höfundur saman reynslu sína af verkefninu og segir m.a.: „Líkt og oft hefur verið bent á það er það langtímaverkefni að breyta rótgrónum viðhorfum samfélagsins til verk- og iðnnáms. Mikilvægt er því að halda áfram með kynningar og fylgjast marvisst með inntöku í nám á framhaldsskólastigi.

Líkt og kom fram í undirbúningsskýrslu fyrir þetta verkefni þá mun kynningarátak eitt og sér ekki umbylta ástandinu og auka aðsókn til muna að starfsmenntun. Til að breyta ríkjandi viðhorfum til bóknáms og starfsmenntunar þar að lagfæra ýmislegt í skólakerfinu. Hér eru tiltekin nokkur atriði sem vinna þarf markvisst að sem fyrst innan veggja ráðuneytisins :

·         Efla þarf náms- og starfsfræðslu á öllum skólastigum

·         Aðgengi að æðri menntun að lokinni starfsmenntun þarf að vera tryggð. Það er best gert með því að nemendur fái stúdentsprófsgráðu samhliða námi í iðn-, verk- og listnámi.

·         Efla þarf vinnustaðanám og tryggja nemendum sem hefja nám pláss á vinnustað þannig að bóknám og verknám verði ein samfella og að nemandi verði skráður í skóla allan námstímann.

·         Huga þarf að áhrifum styttingar námstíma á starfsmenntun

·         Greina þarf ástæður mikils brotthvarfs í iðn- og verknámi og bregðast við þeim“.

 Lokaskyrsla-um-kynningu-a-starfsmenntun

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum