Hoppa yfir valmynd
16. maí 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Ríkisstjórnin í samstarfi við orkufyrirtæki og Íslandsstofu um að efla beina erlenda fjárfestingu

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að leggja 25 m.kr. í átak sem unnið verður í samstarfi við Íslandsstofu og raforkufyrirtæki til að laða til landsins beinar erlendar fjárfestingar. Er þetta liður í þeirri sókn í atvinnumálum og fjárfestingum sem ríkisstjórnin hefur boðað.

Margt bendir til að alþjóðleg fjárfesting fari að aukast á ný í kjölfar alþjóðlegrar fjármálakreppu og ljóst er að samkeppni ríkja um að laða hana til sín fer harðnandi. Með hliðsjón af markmiðum ríkisstjórnarinnar um að auka erlenda fjárfestingu er mikilvægt að efla markaðsstarf og kynningu á þeim fjölmörgu tækifærum sem erlendum fjárfestum bjóðast á Íslandi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta