Hoppa yfir valmynd
20. maí 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Undirbúningur er hafinn að stofnun og rekstri rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum

Að lokinni álundirritun
Að lokinni álundirritun

Á árs­fundi Sa­máls í dag var skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um stofn­un á rann­sókn­ar­setri í áli og efn­is­vís­ind­um. Það var Ragn­heiður Elín iðnaðarráðherra og full­trú­ar Há­skól­ans í Reykja­vík, Há­skóla Íslands, Ný­sköp­un­ar­miðstöðvar og Sa­máls, sam­taka álfram­leiðenda, sem und­ir­rituðu samn­ing­inn. 

Ræða ráðherra

Hér að neðan er viljayfirlýsingin sem undirrituð var:

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Samtök álframleiðenda, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands hafa sett sér það sameiginlega markmið að efla nýsköpunar- og þróunarstarf í áliðnaðinum. Með auknu samstarfi verður leitað leiða til að auka virðisauka, efla útflutning og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi.

Á þeim grundvelli verður hafinn undirbúningur að stofnun og rekstri rannsóknaseturs í áli og efnisvísindum sem verður útfært nánar í samstarfi framangreindra aðila og annarra hagsmunaaðila sem tekið hafa þátt í sameiginlegri stefnumótun áliðnaðarins.

Jafnframt lýsa Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskólinn í Reykjavík sig reiðubúin til að leggja fram hvort um sig vinnuframlag sem tilsvarar hálfu stöðugildi í óstofnað rannsóknasetur.

Með markvissu samstarfsátaki verða skilgreindar aðgerðir sem ætlað verður að auka verðmætasköpun í greininni og efla undirstöður ál- og efnisiðnaðar. Áliðnaðurinn og tengd starfsemi hefur mikla þýðingu í íslensku efnahagslífi enda hefur útflutningur á áli verið einn stærsti liður í útflutningstekjum landsins. Með samstilltu átaki verður unnið að því að auka samkeppnishæfni áliðnaðarins og tengdra framleiðslu- og þjónustugreina á Íslandi.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta