Hoppa yfir valmynd
28. maí 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Frumvarp um ríkisolíufélag til almennrar umsagnar

Á nýliðnu vorþingi lagði iðnaðar- og viðskiptaráðherra fram til kynningar frumvarp til laga um stofnun hlutafélags um þátttöku íslenska ríkisins í kolvetnisstarfsemi. Samkvæmt frumvarpinu er ráðherra heimilt að stofna opinbert hlutafélag sem verður að fullu í eigu ríkisins og hefur það að markmiði að gæta hagsmuna íslenska ríkisins vegna þátttöku þess í kolvetnisstarfsemi, sem nánar er fjallað um í lögum nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis

Frumvarpið er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Tilgangur slíks félags er að gæta íslenskra hagsmuna með því að halda utan um leyfi til olíu- og gasvinnslu, sem íslenska ríkið kann að taka þátt í, og leggja þannig grunn að því að hugsanlegur ávinningur af olíuvinnslu nýtist samfélaginu öllu. 

Skýrt er tekið fram í frumvarpinu að hlutafélaginu er óheimilt að starfa sem vinnslufyrirtæki enda er sá rekstur annars eðlis. Í því samhengi má benda á tvískiptingu í Noregi þar sem Petoro annast umsjón með hlut norska ríkisins í sérleyfum á norska landgrunninu sem og hlut Norðmanna í sérleyfunum þremur á íslenska landgrunninu, en aðrir aðilar sjá um vinnsluna. Það fyrirkomulag sem í frumvarpinu er lagt til tekur mið af því fyrirkomulagi og regluverki sem gildir um Petoro.

Frumvarpið er nú almennrar umsagnar. Óskað er eftir að umsagnir og athugasemdir berist ráðuneytinu fyrir 1. október 2014.

Frumvarpið 


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta