Samstarfshópur um raforkumálefni á Norð-Austurlandi
Árið 2009 skipaði þáverandi iðnaðarráðherra ráðgjafahóp til þess að meta leiðir til að bæta raforkuöryggi á Vestfjörðum. Góð reynsla hefur verið af samstarfshópi þessum sem skipaður er af heimamönnum, fyrirtækjum á svæðinu, Orkubúi Vestfjarða, Landsneti og Orkustofnun.
Aðstæður á Norð-Austurlandi eru um margt líkar þeim sem eru á Vestfjörðum hvað varðar raforkuöryggi. Bent hefur verið á að æskilegt sé að sambærilegu starfi verði komið á sem skoði raforkukerfi Norð-Austurlands. Með vísan til þess hefur verið ákveðið að koma á fót föstum samstarfshópi sem hafi það verkefni að afla reglulega upplýsinga um þróun afhendingaröryggis, gæða raforku og uppsetts varaafls á Norð-Austurlandi.
Send hafa verið út tilnefningarbréf og er ráðgert að samstarfshópurinn verði skipaður fulltrúum sveitarfélaga á svæðinu, RARIK, Norðurorku, fulltrúa fyrirtækja á svæðinu, Landsneti og Orkustofnun.