Rúmlega 380 milljónum úthlutað til uppbyggingar á ferðamannastöðum í sumar
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði í dag reglugerð um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum nú í sumar skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar í síðustu viku.
Alls er úthlutað styrkjum til 88 verkefna um land allt sem talin eru brýn vegna verndunar eða öryggissjónarmiða og þola ekki bið.
Um er að ræða framkvæmdir á gönguleiðum/göngustígum sem liggja undir skemmdum. Þá þarf víða að koma upp öryggisgrindverkum og pöllum við fossa og hveri til að tryggja öryggi ferðamanna en talið er að slysahættan sé veruleg á mörgum þessara staða.
Reglugerðin setur ramma um úthlutunina og er í henni kveðið á um hvaða verkefni eru styrkhæf, hvaða kröfur eru gerðar til styrkþega og eftirlit um framvindu verkefna.
Svæði | Staðsetning | Lýsing | Fjárhæð |
Norðurland eystra | Mývatn og Laxá | Lagfæring göngustígs að Vindbelgjarfjalli | 600.000 |
Norðurland eystra | Mývatn og Laxá | Lagfæring göngustígs við Kálfaströnd | 600.000 |
Norðurland eystra | Mývatn og Laxá | Göngustígur kringum Vindbelgjarfjall (lokaður á varptíma) | 800.000 |
Norðurland eystra | Skútustaðagígar | Göngustígar lagning efnis í göngustíga í Rófunum | 6.000.000 |
Norðurland eystra | Skútustaðagígar | Göngustígar breyting á staðsetningu og efnisílögn | 3.000.000 |
Norðurland eystra | Seljahjallagil og fl. | Stígagerð | 500.000 |
Norðurland eystra | Dimmuborgir | Viðhald göngustíga 2+3 km | 1.500.000 |
Norðurland eystra | Dimmuborgir | Afmörkun Göngustíga | 200.000 |
Norðurland eystra | Friðland Svarfaðardal | Göngustígur meðfram Svarfaðardalsá | 1.000.000 |
Norðurland eystra | Friðland Svarfaðardal | Göngustígur frá Hríshöfðanum | 500.000 |
Norðurland eystra | Norðurland eystra | Göngustígar, uppbygging | 3.000.000 |
Vestfirðir | Hornstrandir | Viðhald göngustíga 2v Hesteyri | 300.000 |
Vestfirðir | Vesturbyggð | Dynjandi. Úsýnispallar úr stáli með tréhndriði X2 | 7.000.000 |
Vestfirðir | Vesturbyggð | Dynjandi. Göngustígagerð með sjálfboðaliðum í 2 viku | 300.000 |
Vestfirðir | Vatnsfjörður | Göngustígagerð með sjálfboðaliðum í 1 viku | 150.000 |
Vesturland | Borgarbyggð | Gróbrók. Loka stígum með trépöllum (uppbyggður tré göngupallur) | 7.000.000 |
Vesturland | Snæfellsbær | Búðir. Göngustígur frá kirkju að "gatnamótum" | 1.000.000 |
Vesturland | Snæfellsbær | Arnarstapi- Hellnar. Göngustígur (tré) frá höfninni á Arnarstapa að Pumpu, 300 m (skipulag og framkvæmd) | 200.000 |
Vesturland | Snæfellsbær | Arnarstapi - Hellnar. Göngustígur (tré) frá Hellnafjöru að hraunkanti (Arnarstapa) 500 m | 7.000.000 |
Vesturland | Snæfellsbær | Arnarstapi - Hellnar. Að Gatkletti, leggja ecogrids 100 m. | 1.000.000 |
Vesturland | Snæfellsbær | Arnarstapi - Hellnar. Smíða pall fram á bjargsbrún neðan við Bárð | 2.500.000 |
Vesturland | Snæfellsbær | Þjóðgarður (Skálasnagi). Göngustígur frá bílastæði að bjargbrún | 7.000.000 |
Höfuðborgarsvæðið | Bláfjöll | Eldborg Bláfjöllum. Lokun gönguleiða og lagfæring á mosaskemmdum | 700.000 |
Suðurland og Miðhálendið | Friðland að Fjallabaki | Samstæðir vegprestar á gönguleiðir | 700.000 |
Suðurland og Miðhálendið | Friðland að Fjallabaki | Úrbætur í stígagerð, Laugavegur og önnur viðkvæm svæði | 1.500.000 |
Suðurland og Miðhálendið | Friðland að Fjallabaki | Uppgræðsla og lagfæring gönguleiða í og við Landmannalaugar | 1.500.000 |
Suðurland og Miðhálendið | Hveravellir | Viðhald á göngustígum | 500.000 |
Suðurland og Miðhálendið | Gullfoss | Nýr útsýinspallur, lokafrágangur á efra svæði | 2.000.000 |
Suðurland og Miðhálendið | Gullfoss | Endurnýjun á eldri útsýnispalli | 8.000.000 |
Suðurland og Miðhálendið | Gullfoss | Endurnýjun stiga milli efra og neðra svæðis | 10.000.000 |
Suðurland og Miðhálendið | Gullfoss | Nýjar girðingar niður með ánni | 3.000.000 |
Suðurland og Miðhálendið | Dyrhólaey | Styrking göngustíga (í takt við stýringu) | 1.500.000 |
Austurland | Djúpivogshreppur | Ofaníburður göngustíga | 500.000 |
Austurland | Djúpivogshreppur | Tréstigar í fjöru | 1.000.000 |
Vatnajökulsþjóðgarður | Eldgjá | Bætt aðgengi og öryggi ferðamanna - annar áfangi | 14.250.000 |
Vatnajökulsþjóðgarður | Skaftafell | Bygging 50 m2 útsýnispalls við Svartafoss og aðgerðir á svæðinu til að hefta rof. | 15.000.000 |
Vatnajökulsþjóðgarður | Skaftafell | Lagfæringar á göngustíg að Svartafossi; sett ræsi, og uppsetning handriða. | 10.000.000 |
Vatnajökulsþjóðgarður | Dettifoss | Nýr 100 m2 útsýnispallur við Dettifoss að vestan. | 15.000.000 |
Vatnajökulsþjóðgarður | Dettifoss | Nýr um 260 m langur göngupallur við Dettifoss að vestan. | 25.000.000 |
Höfuðborgarsvæðið | Mógilsá | Gerð göngustíga í Esjuhlíðum ofan Mógilsár / Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins | 1.000.000 |
Suðurland | Rangarþing eystra | Þórsmörk, Stígagerð og viðhald | 5.000.000 |
Suðurland | Skeiða- og Gnúpverjahreppur | Hjálparfoss í Þjórsárdal, Stígagerð-Nýframkvæmd-Bæta aðgengi að fossinum | 2.000.000 |
Suðurland | Kirkjubæjarklaustur | Stígagerð-Nýframkvæmd-Stigi upp að Systrafossi | 2.000.000 |
Vesturland | Borgarbyggð | Litla-Skarð, Stígagerð-Nýframkvæmd-Að gili í Norðurá neðan við Laxfoss | 2.000.000 |
Suðurland | Mýrdalshreppur | Víkurfjara, Gerð handriða, umferðarhindrana og göngustíga | 1.200.000 |
Suðurland | Þingvellir | Flosgjár (peningagjár) | 11.000.000 |
Suðurland | Þingvellir | Auka alla afmörkun á stígum með kaðlagirðingum | 2.000.000 |
Suðurland | Bláskógabyggð | Geysir hverasvæði hönnun stígagerð, öryggisgrindverk | 15.000.000 |
Norðurland eystra | Dalvíkurbyggð | Svarfdæla. Friðland - göngustígar | 682.750 |
Austurland | Djúpivogshreppur | Teigarhorn, lagfæringar á göngustígum | 5.000.000 |
Austurland | Fjarðabyggð | Göngustígar friðlandi Hólmanesi | 1.000.000 |
Austurland | Stöðvarfjörður | Saxa sjáverhvar í Stöðvarfirði - göngustígar og öryggismál | 4.000.000 |
Austurland | Fljótsdalshérað | Fardagafoss - göngustígar, öryggismál, göngubrú | 1.300.000 |
Austurland | Fljótsdalshreppur | Hengifoss: bætt aðgengi, stígagerð | 2.000.000 |
Suðurland | Flóahreppur | Urriðafoss, viðgerð á gróðri, stígagerð og öryggismál | 5.618.900 |
Vesturland | Grundarfjörður | Göngustígar og varnir geng utanvegaakstri | 15.700.000 |
Höfuðborgarsvæðið | Hafnarfjarðarbær | Seltún: Krýsuvík, viðhald göngustíga, uppgræðsla og öryggishliðar | 1.770.000 |
Vesturland | Hvalfjarðarsveit | Glymur - Botnsdalur, stígagerð, uppgræsðla og öryggisframkv. | 2.000.000 |
Suðurland | Hveragerðisbær | Reykjadalur: Viðgerðir við hveri, stígagerð, uppgræðsla | 1.000.000 |
Suðurland | Minjastofnun Íslands | Stöng í Þjórsárdal, verndun og uppbygging á stígum | 5.000.000 |
Suðurland | Mýrdalshreppur | Víkurfjara - Stígagerð og stækkun á rútustæði | 500.000 |
Suðurland | Mýrdalshreppur | Gönguleiðir í Mýrdalssveit | 900.000 |
Suðurland | Rangárþing eystra | Fimmvörðuháls - Öryggismál, stikun gönguleiða, merkingar, náttúruvernd | 750.000 |
Suðurland | Rangárþing eystra | Útsýnispallur, þ.e. Öryggispallur og öryggishandriði við miðju Skógarfoss. | 2.200.000 |
Suðurland | Rangárþing eystra | Svæði við Gígjökul - Stígagerð, náttúruvernd, varnir við utanvegaakstri | 2.900.000 |
Suðurland | Rangárþing eystra | Völvuskógur - Viðhald göngustíga | 500.000 |
Suðurland | Rangárþing eystra | Hönnun og framkvæmdir við tröppur og stíg norðan megin við Seljalandsfoss | 8.650.000 |
Suðurland | Rangárþing ytra | Þjófafoss - Bætt aðgengi, lagfæring stíga, öryggishandrið og varúðarskilti vegna hruns | 2.000.000 |
Suðurland | Rangárþing ytra | Fossbrekkur - Uppgræðsla, lagfæring stíga | 2.000.000 |
Suðurland | Rangárþing ytra | Ægissíðufoss - Uppgræðsla, stígagerð og endurgerð öryggspalls og handriðs | 2.000.000 |
Suðurland | Rangárþing ytra | Friðland að fjallabaki aðkomuskilti og stikur - öryggi ferðamanna | 2.200.000 |
Suðurland | Rangárþing ytra | Göngustígur miili Ægissíðufoss og Árbæjarfoss | 5.000.000 |
Suðurnes | Reykjanesjarðvangur ses | Valahnjúkar, göngustígar og öryggismál | 3.240.000 |
Suðurland | Skaftárhreppur | Fjaðrárgljúfur - öryggispallar, viðhald stíga, náttúruvernd og öryggismál | 2.000.000 |
Suðurland | Skeiða- og Gnúpverjahreppur | Gjáin í Þjórsárdal, uppgræðsla og stígagerð | 2.250.000 |
Suðurland | Skeiða- og Gnúpverjahreppur | Hjálparfoss í Þjórsárdal - Lagfæring stíga, náttúrvernd og öryggismál | 4.000.000 |
Norðurland eystra | Skútustaðahreppur | Hverir / austan Námaskarðs - Lagfæring stíga og öryggismál | 10.000.000 |
Austurland | Hornafjörður | Jöklaleiðin: Gönguleið milli Skálafells og göngubrúar yfir Hólmsá | 3.100.000 |
Austurland | Hornafjörður | Gönguleið milli Fláajökuls og Haukafells - göngubrú, stígagerð, stikun, umferðastýring og öryggismál | 8.000.000 |
Suðurnes | Vogar | Lambafellsgjá - lagfæring göngustíga | 362.500 |
Suðurland | Ölfus | Reykjadalur 2014 - uppgræðsla, göngustígar | 8.000.000 |
Suðurland | Vestmannaeyjar | Eldfell - Lagfæring gönguleiða | 1.000.000 |
Suðurland | Hrunamannahreppur | Kerlingarfjöll - Stígar, brýr, tröppur, náttúruvernd | 9.000.000 |
Suðurland | Rangárþing eystra | Þórsmörk, Viðhald gönguleiða | 15.349.159 |
Vesturland | Helgafellssveit | Helgafell, Göngustígagerð, náttúruvern | 6.424.765 |
Suðurland | Vestmannaeyjar | Heimaklettur - Uppgræðsla, merking gönguleiða | 5.000.000 |
Vestfirðir | Vesturbyggð | Látrabjarg, Bjargtangar - stígar og öryggi | 14.000.000 |
Norðurland eystra | Þingeyjarsveit | Endurbætur á umhverfi Goðafoss (uppgræðsla, stigagerð og öryggishandriði) | 15.000.000 |