Hoppa yfir valmynd
3. júní 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Frumvarp til laga um leigu skráningarskyldra ökutækja til umsagnar og mikilvægi þess að tryggja öryggi ferðamanna og vegfarenda.

Iðnaðar og viðskiptráðherra lagði fram á 143. löggjafarþingi frumvarp til laga um leigu skráningarskyldra ökutækja sem leysa eiga af hólmi núgildandi lög um bílaleigur, nr. 64/2000. Frumvarpið náði ekki fram að ganga og verður því lagt fyrir að nýju á hausti komandi.

Ráðuneytið vill nýta tímann sem nú gefst til þess að betrumbæta frumvarpið og óskar því hér með eftir umsögn um frumvarpið en það er að finna á vef Alþingis sem þingskjal nr.857,  http://www.althingi.is/altext/143/s/0857.html.

Frestur til að skila umsögn um frumvarpið og athugasemdum vegna þess er til 30. júní 2014 í tölvupóstfangið [email protected] eða bréflega til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík.

Ráðherra vill auk þess hvetja handhafa bílaleiguleyfa til þess að gæta sérstaklega að öryggisþáttum og aðbúnaði bílaleigubíla nú þegar annasamasti tími í ferðaþjónustu er að fara í hönd. Mikilvægt er að allir vinni sameiginlega að því að tryggja öryggi ferðamanna sem og vegfarenda almennt enda fátt mikilvægara ferðamannalandinu Íslandi en að gestir okkar upplifi öryggi og geti notið upplifunarinnar af því að ferðast um landið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta