Rækjukvótinn aukinn um 200 tonn á Eldeyjarsvæði.
Eftir kannanir Hafrannsóknastofnunar á rækju við Eldey, leggur stofnunin til að leyfðar verði veiðar á 200 tonnum af rækju á almanaksárinu 2014. Leggur stofnunin jafnframt til að fiskiskilja verði notuð við veiðarnar.
Ráðuneytið hefur gefið út 2 reglugerðir í samræmi við þessa ráðgjöf, sem tekur gildi 5. Júní 2014.