Hoppa yfir valmynd
3. júní 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Samkomulag milli Íslands og Grænlands um veiðar og veiðistjórnun á grálúðu

Um helgina var undirritað samkomulag milli Íslands og Grænlands um veiðar og veiðistjórnun á grálúðu á hafinu milli landanna og gildir það til ársloka 2019.

Samkomulagið, sem er framhald á samkomulagi ríkjanna sem undirritað var í september 2012, felur í sér að þjóðirnar ákveða árlegt aflamark í samræmi við nýtingarstefnu sem miðast við ráðgjöf Alþjóða Hafrannsóknaráðsins (ICES).  Eins og í fyrra samkomulagi  þá náðist ekki samkomulag við Færeyjar sem eru einnig strandríki og standa þeir því enn utan við samning um veiðar úr stofninun. Hlutfallsleg skipting milli Íslands og Grænlands er óbreytt en að teknu tilliti til veiða annarra þjóða úr stofninum þá er hlutur Íslands 56,4% en hlutur Grænlands 37,6%.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta