Hoppa yfir valmynd
5. júní 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

17,5 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði til framúrskarandi hönnuða og arkitekta

Ánægðir styrkhafar
Ánægðir styrkhafar
Hönnunarsjóður úthlutaði styrkjum til þrettán verkefna, samtals að fjárhæð 17,5 m. kr. við hátíðlega athöfn í Hönnunarmiðstöð Íslands þriðjudaginn 3. júní. Meginhlutverk sjóðsins er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi. Veittir voru styrkir til margvíslegra verkefna; þróunar og rannsókna, verkefna- og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Að þessu sinni bárust sjóðnum 100 umsóknir af öllum sviðum hönnunar og 41 umsókn um ferðastyrk. Samtals var sótt um rúmlega 200 m. kr. sem er tífalt hærri upphæð en það sem sjóðurinn hefur úr að spila.

Markaðssetning erlendis gríðarlega mikilvæg

Þrettán verkefni fengu styrk og eru flestar styrkupphæðirnar á bilinu 1-2 m.kr. Hæsta styrkinn, 2.5 m. kr.hlaut fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson fyrir kynningu á vörumerki sínu á alþjóðlegum hátískumarkaði. Alls voru veittir styrkir til markaðssetningar erlendis að upphæð 7 m.kr. en sjóðnum er m.a. ætlað að stuðla að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar. 

Styrkir til þróunar- og rannsókna nema 1.5 m.kr. en ríflega helmingur sjóðsins rennur til verkefnastyrkja eða rúmlega 9 m.kr. Þar að auki voru veittir tíu ferðastyrkir að upphæð 100 þús.kr. hver.

Meðal verkefna sem hlutu styrk eru þróun á nýjum fata-, vöru- og húsgagnalínum. Þá hljóta fatahönnunarfyrirtæki, grafískir hönnuðir, vöru- og húsgagnahönnuðir, leirkerahönnuðir og hönnunargallerí styrki til markaðssetningar erlendis. Styrkt er til úgáfu á upplýsingarriti um hlutverk arkitekta, sem og sýningarhalds á landsbyggðinni. Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða og reyndari sem hyggja á frekari landvinninga. 

Þeir sem fengu úthlutaðan styrk að þessu sinni eru:


Bóas Kristjánsson

Heiti verkefnis

KRISTJANSON; kynning, sala og framsetning vörumerkis á alþjóðlegum hátískumarkaði

Upphæð

2.500.000

Reykjavík Letterpress 

Einstakar servíettur og fylgihlutir á danskan markað  2.000.000

Sigríður Sigurjónsdóttir

SPARK DESIGN SPACE – markaðs- og kynningarstyrkur 2.000.000

Studiobility ehf. 

Selected by Bility - Markaðssetning  2.000.000

Þórunn Árnadóttir

Sipp og Hoj  1.500.000

Ígló ehf.

Hönnunarverkefnið – Songs from the horizon  1.500.000

Magnea Einarsdóttir

magnea  1.500.000
Elísabet V. Ingvarsdóttir  Falinn skógur og nýting hans - Hönnunarsýning í Djúpavík á Ströndum 1.000.000
Guðrún Valdimarsdóttir  Húsgagnalína  1.000.000
Go Form Go Form Concept húsgögn  1.000.000
Ólöf Jakobína Ernudóttir  Jökla - markaðssetning     800.000
Arkitektafélag Íslands  Hvað gera arkitektar?     350.000
Rebekka Jónsdóttir Viðskiptaáætlun REY     300.000   

Eftirtaldir hlutu ferðastyrk að upphæð 100 þús. kr.:

  • Arndís Sigríður Árnadóttir 
  • Fatahönnunarfélag Íslands 
  • Hanna Dís Whitehead
  • Hildur Ýr Jónsdóttir
  • Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson
  • Ingibjörg Guðmundsdóttir
  • JÖR ehf.
  • Sigríður Ólafsdóttir
  • Steinunn Sigurðardóttir 
  • Þórunn Hannesardóttir.

Ánægðir styrkhafar

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta