17,5 milljónum úthlutað úr Hönnunarsjóði til framúrskarandi hönnuða og arkitekta
Markaðssetning erlendis gríðarlega mikilvæg
Þrettán verkefni fengu styrk og eru flestar styrkupphæðirnar á bilinu 1-2 m.kr. Hæsta styrkinn, 2.5 m. kr.hlaut fatahönnuðurinn Bóas Kristjánsson fyrir kynningu á vörumerki sínu á alþjóðlegum hátískumarkaði. Alls voru veittir styrkir til markaðssetningar erlendis að upphæð 7 m.kr. en sjóðnum er m.a. ætlað að stuðla að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar.
Styrkir til þróunar- og rannsókna nema 1.5 m.kr. en ríflega helmingur sjóðsins rennur til verkefnastyrkja eða rúmlega 9 m.kr. Þar að auki voru veittir tíu ferðastyrkir að upphæð 100 þús.kr. hver.
Meðal verkefna sem hlutu styrk eru þróun á nýjum fata-, vöru- og húsgagnalínum. Þá hljóta fatahönnunarfyrirtæki, grafískir hönnuðir, vöru- og húsgagnahönnuðir, leirkerahönnuðir og hönnunargallerí styrki til markaðssetningar erlendis. Styrkt er til úgáfu á upplýsingarriti um hlutverk arkitekta, sem og sýningarhalds á landsbyggðinni. Styrkirnir dreifast jafnt til ungra hönnuða og reyndari sem hyggja á frekari landvinninga.
Þeir sem fengu úthlutaðan styrk að þessu sinni eru:
Bóas Kristjánsson |
Heiti verkefnis KRISTJANSON; kynning, sala og framsetning vörumerkis á alþjóðlegum hátískumarkaði |
Upphæð 2.500.000 |
Reykjavík Letterpress |
Einstakar servíettur og fylgihlutir á danskan markað | 2.000.000 |
Sigríður Sigurjónsdóttir |
SPARK DESIGN SPACE – markaðs- og kynningarstyrkur | 2.000.000 |
Studiobility ehf. |
Selected by Bility - Markaðssetning | 2.000.000 |
Þórunn Árnadóttir |
Sipp og Hoj | 1.500.000 |
Ígló ehf. |
Hönnunarverkefnið – Songs from the horizon | 1.500.000 |
Magnea Einarsdóttir |
magnea | 1.500.000 |
Elísabet V. Ingvarsdóttir | Falinn skógur og nýting hans - Hönnunarsýning í Djúpavík á Ströndum | 1.000.000 |
Guðrún Valdimarsdóttir | Húsgagnalína | 1.000.000 |
Go Form | Go Form Concept húsgögn | 1.000.000 |
Ólöf Jakobína Ernudóttir | Jökla - markaðssetning | 800.000 |
Arkitektafélag Íslands | Hvað gera arkitektar? | 350.000 |
Rebekka Jónsdóttir | Viðskiptaáætlun REY | 300.000 |
Eftirtaldir hlutu ferðastyrk að upphæð 100 þús. kr.:
- Arndís Sigríður Árnadóttir
- Fatahönnunarfélag Íslands
- Hanna Dís Whitehead
- Hildur Ýr Jónsdóttir
- Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson
- Ingibjörg Guðmundsdóttir
- JÖR ehf.
- Sigríður Ólafsdóttir
- Steinunn Sigurðardóttir
- Þórunn Hannesardóttir.
