Sigurður Ingi fundar með norrænum ráðherrum á Selfossi
Árlegur fundur Norrænu ráðherranefndarinnar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt verður haldinn á Hótel Selfossi 25.-27. júní. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrir fundinum, þar sem Ísland fer þetta árið með formennsku í Norðurlandasamstarfinu.
Fundurinn hefst með pólitískum umræðufundi þar sem fjallað verður um loftslagsbreytingarnar og áhrif þeirra á frumframleiðslugreinarnar og hvernig lífhagkerfin svo sem í sjávarútvegi og landbúnaði geta brugðist við þeim og hagnýtt sér þær.
Síðari hluti fundrins fjallar síðan um ýmis málefni sem efst eru á baugi í Norðurlandasamstarfinu, s.s. íslensku formennskuáætlunina um norrænu lífhagkerfin (NordBio), vandamál vegna lyfjaónæmra baktería og deilur um síld og makríl.
- Sigurður Ingi Jóhannsson
- Eskill Erlandsson, Svíþjóð
- Frederik Karlström, Álandseyjum
- Elisabeth Aspaker, Noregi
- Sylvi Listhaug, Noregi
- Jacob Vestergaard, Færeyjum
- Í stað ráðherra frá Grænlandi, Finnlandi og Danmörku munu ráðuneytisstjórar viðkomandi ráðuneyta í löndunum sækja fundinn.
Dagskrá:
Miðvikudagur 25. júní.
Kvöldverður
Fimmtudagur 26. júní.
9 - 12 Pólitísk umræða
12 - 13 Hádegisverður
13 - 17 Ráðherrafundurinn
19 Kvöldverður
Föstudagur 27. júní.
8:30 - 13 Skoðunarferð