Hoppa yfir valmynd
26. júní 2014 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Áfangaskýrsla vegna undirbúnings skipulags landnotkunar

Heyskapur í Landsveit

Starfshópur um undirbúning skipulags landnotkunar í dreifbýli hefur skilað umhverfis- og auðlindaráðherra áfangaskýrslu þar sem dregin eru fram þau atriði sem huga þarf að í tengslum við landnotkun í landsskipulagsstefnu. Meðal þess sem starfshópurinn telur að fjalla þurfi um eru skilgreining og flokkun á landbúnaðarlandi, skilgreining á því hvað dregur að ferðamenn og hvernig það verði best varðveitt, endurheimt vistkerfa, stuðningur við skógrækt m.t.t. mismunandi skógræktarskilyrða og skipulag og mannvirkjagerð við uppbyggingu sem tengist ferðaþjónustu.

Í skýrslunni er einnig fjallað með almennum hætti um landnotkun í dreifbýli, rýnt í þróun landnotkunar síðasta áratug, helstu breytingar og árekstra sem upp hafa komið og hvernig helstu hagsmunaaðilar sjá fyrir sér landnotkun þróast á næstu árum. Eins eru dregnar saman helstu tillögur og niðurstöður sem unnar hafa verið á síðustu árum, m.a. af starfshópum á vegum stjórnvalda.

Starfshópurinn var skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra í nóvember 2013 og hefur það meginmarkmið að vinna faglegan grundvöll fyrir framlagningu landsskipulagsstefnu 2015-2026 varðandi landnotkun í dreifbýli og sjálfbæra landnýtingu.

Starfshópurinn vinnur nú að því að gera grein fyrir því hvernig leggja megi mat á sjálfbærni landnýtingar fyrir mismunandi landnotkun, setja fram tillögur um það viðmið og draga saman yfirlit yfir mælikvarða sem nýta má í þeim tilgangi.

Landnotkun í dreifbýli og sjálfbær landnýting – áfangaskýrsla 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum