Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

12 atvinnu- og byggðaverkefni fá styrki upp á 107 milljónir

Nýlega var úthlutað tólf styrkjum sem ætlað er að styðja við uppbyggingu verkefna á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar og öll eiga þau það sammerkt að stuðla að eflingu atvinnulífs og byggða. 

Hæstu styrkina hlutu BioPol ehf. til líftæknirannsókna í sjávarútvegi 32 m.kr., Vör sjávarrannsóknasetur til rannsókna á lífríki Breiðafjarðar og samstarfsverkefni Versins vísindagarða, Háskólans á Hólum og Matís 21 m.kr. 

Styrkþegi   Verkefni   Úthlutun




Laxfiskar ehf.   Uppbygging atferlisrannsókna á nytjafiskum í sjó   3.000.000
Tún vottunarstofa ehf.   Þróunarverkefni á sviði lífrænnar framleiðslu 2014   1.000.000
Selasetur Íslands   Talning landsela úr lofti á ströndum Íslands sumarið 2014   6.000.000
Beint frá býli   Kynningarstarf, vinnsla og skráning á gæðamerki BFB   3.500.000
Verið vísindagarðar   Samstarfsverkefni Versins, Háskólans á Hólum og Matís   21.000.000
Vör sjávarrannsóknarsetur   Rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar   26.500.000
BioPol ehf.   Líftæknirannsóknir í sjávarútvegi   32.000.000
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða   Matarhandverk   1.000.000
Iceprotein ehf.   Uppbygging á framleiðsluferli og markaðssetning þorskpróteinhylkja   6.600.000
Lipid Pharmaceuticals   Hátæknivara úr sjávarfangi   2.500.000
Iceaq ehf.   Ræktun örþörunga í frárennsli frá fiskeldi   2.000.000
Ankra ehf.   Snyrtivörur úr fæðubótarefni unnið úr fiskkollageni   2.500.000
         

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta