Hoppa yfir valmynd
2. júlí 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Hvar innan OECD landanna eru lífskjör best?

OECD Regional Well Being
OECD Regional Well Being

OECD hleypti nýlega af stokkunum vefsvæðinu OECD Well Being sem gefur einfalt og greinargott yfirlit yfir lífsgæði innan OECD landanna. Á vefsvæðinu er löndunum skipt upp í 362 svæði. Íslandi er t.d. skipt upp í tvö svæði; höfuðborgarsvæði og landsbyggð. Hverju svæði er gefin einkunn í átta flokkum og er einkar auðvelt að bera saman einstök svæði. 

Sá þáttur sem mælist lægstur á Íslandi eru tekjur en höfuðborgarsvæðið fær einkunnina 3,9 en landsbyggðin 3,1. Ísland mælist hins vegar með allra hæstu löndum þegar kemur að umhverfi, öryggi og aðgangi að háhraðaneti.

Markmiðið með vefsvæðinu er að auka umræðu innan OECD landanna um lífskjör almennt með því að gera allan samanburð auðveldari. 

 OECD Well Being

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta