Úthafsrækjuafli fiskveiðiársins 2013/2014
Samkvæmt upplýsingum af vef Fiskistofu er landaður afli úthafsrækju nú kominn í 4.7 þúsund tonn. Athygli er hér vakin á því að veiðar þessar verða stöðvaðar við 5 þúsund tonn, en það er ráðlögð veiði úr þessum stofni samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.