Hoppa yfir valmynd
8. ágúst 2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Kennarar framtíðarinnar - fagstétt á krossgötum (Future teachers – a Profession at Crossroads) 

Norræn ráðstefna haldin á Hilton Nordica í Reykjavík 13.-14. ágúst 2014

Ísland gegnir formennsku í norrænu ráðherranefndinni á yfirstandandi ári.  Af því tilefni verður dagana 13. og 14. ágúst haldin ráðstefna um starfsþróun kennara frá leikskóla til háskóla. Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi faglegrar starfsþróunar í norrænu og alþjóðlegu samhengi og boðið upp á fyrirlestra,  málstofur og vinnustofur.

Aðalfyrirlesarar verða þrír, Andy Hargreaves frá Boston College, Pasi Sahlberg frá Harvard og Sigrún Aðalbjarnardóttir, Háskóla Íslands.

  • Sigrún Aðalbjarnardóttir er góðkunn fyrir rannsóknir sínar á skólagöngu ungmenna og á kennarastarfinu.
  • Andy Hargreaves hefur leiðbeint víða um lönd um stefnumótun í skólamálum. Hann mun fjalla um hvernig fjárfesting í fagmennsku kennara og gæðakennslu er forsenda þess að bæta námsárangur nemenda.
  • Metsölubók Pasi Sahlberg, Finnish Lessons, lesa stjórnmálamenn jafnt sem skólamenn. Hann mun ræða um námsárangur finnska skólabarna og reifa spurningu sem brennur á vörum margra: Hvað myndi gerast ef hinir frábæru finnsku kennarar tækju til starfa í okkar skólum?

 

Um fyrirlestra þeirra má lesa nánar hér.  

Auk fyrirlestra og umræðna í málstofum munu leikskóli, framhaldsskóli og þrír grunnskólar bjóða gestum heim á fimmtudagsmorgninum. Þar verða kynnt sjö athyglisverð starfsþróunarverkefni kennara, til dæmis Biophilia í Langholtsskóla. Sjá hér nánari upplýsingar um vinnustofur.

 

Dagskrá o.fl. er á  vef ráðstefnunnar en hún er haldin á vegum mennta-  og menningarmálaráðuneytisins og Fagráðs um starfsþróun kennara.

 

Nánari upplýsingar og aðstoð ef óskað er eftir viðtölum veitir:

Kristín Jónsdóttir, s. 899-1654.  Netfang [email protected]

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira