Hoppa yfir valmynd
12. ágúst 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra heimsækir fyrirtæki og framtaksfólk á Vestfjörðum

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín Árnadóttir mun gera víðreist um Vestfirði næstu þrjá dagana en þá mun hún heimsækja fjölda fyrirtækja á svæðinu og funda með heimamönnum um uppbyggingu atvinnulífs og annað sem horfir til framfara í landshlutanum. 

Dagskrá ferðarinnar (með fyrirvara um breytingar):

12. ágúst 

Á þriðjudag mun ráðherra m.a. funda með forsvarsmönnum eftirfarandi fyrirtækja og sveitarfélaga.

  • Skarð á Skarðströnd
  • Reykhólar Þörungaverksmiðja
  • Reykhólar Saltverksmiðja
  • Hótel Breiðuvík og Látrabjarg
  • Patreksfjörður 

 

13. ágúst 

Á miðvikudag mun ráðherra m.a. funda með forsvarsmönnum eftirfarandi fyrirtækja og sveitarfélaga.

  • Fox Hostel
  • Patreksfjörður, fundur með oddvitum um uppbyggingu atvinnulífs og ferðaþjónustu á svæðinu.
  • Fjarðarlax á Patreksfirði.
  • Vélsmiðjan Logi.
  • Tálknafjörður, farið yfir uppbyggingu inn í Botni og í Tálknafirði.
  • Villimey.
  • Bíldudalur, Skrímslasetrið.
  • Kalkþörungaverksmiðjan.
  • Hafkalk.
  • Stiklusteinn,  nýtt  fyrirtæki í menningartengdri ferðaþjónustu.
  • Arnarlax.
  • Ísafjörður, fundur með Ferðmálasamtökum Vestfjarða.
  • Kvöldverður á Tjöruhúsinu með bæjarstjórum á N-Vestfjörðum.
  • Fossadalur, framleiða fluguveiðihjólum.
  • 3x-Technology.
  • Hótel Horn

 

Fimmtudagur 14.ágúst 

Á fimmtudag mun ráðherra m.a. funda með forsvarsmönnum eftirfarandi fyrirtækja og sveitarfélaga.

  • Nýsköpunarmiðstöð í Þróunarsetrinu á Ísafirði.
  • Sameiginlegur fundur Fjórðungssambands, Markaðsstofu og Atvest í Þróunarsetrinu. 
  • Kerecis.  
  • Borea.  
  • Arna í Bolungarvík, framleiðsla á hágæða laktósafríum mjólkurafurðum.
  • Kalkþörungaverkefni, kynning.
  • Hraðfrystihúsið Gunnvör. 
  • Súðavíkurhreppur.
  • Hólmavík, kvöldverður á Café Riis með sveitarstjórum á Stranda-/Reykhólasvæðinu. 



 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta