Hoppa yfir valmynd
25. ágúst 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Ragnheiður Elín fundar með orku- og olíumálaráðherra Noregs

Ragnheiður Elín og Tord André Lien
Ragnheiður Elín og Tord André Lien

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun í dag og á morgun sækja alþjóðlega ráðstefnu og sýningu um orku- og olíumál í Stavangri í Noregi. Um er að ræða eina stærstu ráðstefnu í heimi á þessu sviði og hefur hún verið haldin árlega í 40 ár. 

Í tengslum við ráðstefnuna átti ráðherra fund í morgun með orku- og olíumálaráðherra Noregs, Tord André Lien, þar sem farið var almennt yfir samstarf Íslands og Noregs á sviði mála sem tengjast olíuleit og vinnslu, m.a. varðandi öryggis og umhverfismál.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta