Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Mat Hafrannsóknastofnunar á áhrifum veiðibanns á lúðu

Í október 2013 óskaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið eftir áliti Hafrannsóknastofnunar um áhrif veiðibanns á lúðu, en beinar veiðar á lúðu voru bannaðar með reglugerð frá og með 1. janúar 2012. Í greinagerð stofnunarinnar  er fjallað um útbreiðslu og líffræði lúðunnar, veiðar á henni, ástand stofnsins, vernd og viðreisn lúðu í Norður Atlantshafi, rannsóknir á afdrifum lúðu sem er sleppt o.fl. Þá er fjallað um merkingar Hafrannsóknastofnunar á lúðu sem ráðist hefur verið í til að auka þekkingu á stofninum og áhrif veiðibannsins.

Í lokakafla greinargerðarinnar segir m.a. að uppbygging lúðustofnsins sé langtímaverkefni og ólíklegt sé að umtalsverður bati náist fyrr en eftir 5-10 ár. Vegna hægs vaxtar lúðunnar og þess hversu seint hún verður kynþroska komi árangur friðunar ekki í ljós fyrr en að mörgum árum liðnum. Hafrannsóknastofnun leggur til að áfram verði unnið að aðgerðum til verndar lúðustofninum og reglugerð um bann við veiðum á lúðu verði í gildi þar til merki um verulegan bata í lúðustofninum við Ísland komi fram.

Ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, þakkar stofnuninni vandaða greinargerð. Af henni er ljóst að áfram verður að taka af festu á alvarlegu ástandi lúðustofnsins við Ísland. Ráðherra hyggst ekki endurskoða veiðibann á lúðu og hvetur alla hlutaðeigandi til að taka virkan þátt í verndun lúðunnar.

Greingerð Hafrannsóknastofnunar er meðfylgjandi, ásamt bréfi stofnunarinnar til ráðuneytisins vegna málsins, dags. 2. apríl 2014. 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta