Hoppa yfir valmynd
4. september 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Makrílveiðar smábáta, sem veiða með línu og handfærum, verða stöðvaðar frá og með 5. september 2014

Makrílveiði
Makrílveiði

Makrílveiðar smábáta, sem veiða með línu og handfærum, verða stöðvaðar frá og með 5. september 2014, en þá verður  þeim afla  náð sem ráðstafað var til þessara báta.

Í ár var ráðstafað 6.817 tonnum til smábáta, samanborið við 3.200 tonn árið 2013, endalegur afli varð þó 4.678 tonn í fyrra. Aukningin á milli ára var rökstudd með mikilli göngu makríls á grunnslóð og  til að stuðla að frekari þróun veiðanna.

Stöðvun veiðanna samræmist almennri framkvæmd fiskveiðistjórnunar þar sem byggt er á viðmiðunar- eða heildarafla. Í upphafi hverrar vertíðar sem stýrt er með þessum hætti má því vera ljóst hvað er til ráðstöfunar. Vertíðin hefur gengið vel í ár og hefur metfjöldi báta verið á veiðum og því nokkur þrýstingur á að veiðitímabil smábáta verði lengt.

Um það segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráherra; „Við leggjum ríka áherslu á í okkar fiskveiðistjórnun, og höfum gert í makrílsamningaviðræðum á alþjóðlegum vettvangi, að veiðum sé stýrt á ábyrgan og sjálfbæran hátt. Í þessu felst að fara eftir aflaviðmiðunum og því er heildarafla ráðstafað til skipa eða flokka áður en veiðar hefjast á hverju veiðitímabili. Var það gert við ákvörðun viðmiðunarafla smábáta í makríl fyrir þessa vertíð. Honum er nú náð og veiðum því að ljúka.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta