Hoppa yfir valmynd
4. september 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Unnið að svari til ESA vegna raforkutilskipunar ESB

Vegna fréttar í Fréttablaðinu í dag um að íslensk stjórnvöld hafi „trassað“ að innleiða raforkutilskipun ESB í rúm sjö ár vill ráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri.

Á árunum 2008 til 2010 átti ráðuneytið í bréflegum samskiptum við ESA vegna innleiðingar á umræddri tilskipun, nr. 2003/54/EB. Síðasta bréf þess efnis fór frá ráðuneytinu til ESA þann 7. maí 2010.

Kvörtun barst Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) þann 8. ágúst sl. með ábendingu um að innleiðingu tilskipunarinnar væri ekki lokið að öllu leyti hér á landi. Í framhaldi af því þá sendi ESA fyrirspurn til ráðuneytisins, dags. 27. ágúst, um hvernig hafi verið staðið að innleiðingu á nokkrum þáttum tilskipunarinnar.

Ráðuneytinu barst umrætt bréf fyrir tveimur dögum og er nú þegar hafin vinna við að svara því.

Fyrirspurn ESA um innleiðingu tilskipunarinnar, nú rúmum fjórum árum eftir síðustu bréfaskipti ESA og ráðuneytisins, kemur á óvart en að sjálfsögðu mun ráðuneytið fara vel í gegnum þau atriði sem koma fram í fyrirspurninni og leggja að nýju mat á hvort hugsanlega eigi eftir að innleiða einhverja þætti í umræddri tilskipun.

Svarfrestur er til 15. nóvember og verður ESA svarað fyrir þann tíma.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta