Göngum í skólann verkefnið 2014 að hefjast

Meginmarkmið verkefnisins er að hvetja nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni

Verkefnið Göngum í skólann var fyrst haldið hér á landi árið 2007 en það á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1976 er Danir hleyptu af stokkunum verkefninu Öruggari leið í skólann til að stemma stigu við umferðarslysum og afleiðingum þeirra. Ísland tekur nú þátt í áttunda skipti í verkefninu. Á alþjóðavísu er Göngum í skólann verkefnið í október og Alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 3. október. Vegna birtu og veðuraðstæðna fer Göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði. Það hefst miðvikudaginn 10. september og lýkur með alþjóðlega Göngum í skólann deginum 8. október nk.
Göngum í skólann - kynningarbréf