Hoppa yfir valmynd
15. september 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Íslensk skip hafa ekki leyfi til síldveiða í grænlenskri lögsögu

Að gefnu tilefni, vegna fyrirspurna sem ráðuneytinu hafa borist um mögulegar veiðar íslenskra skipa á norsk-íslenskri síld í grænlenskri lögsögu og löndun hennar hér á landi, vill ráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Í reglugerð nr. 620/2012 um takmarkanir á veiðum íslenskra skipa úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja, sem sett er með heimild í lögum nr. 151/1996 um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, er skýrt ákvæði sem bannar slíkar veiðar nema með sérstöku leyfi Fiskistofu.

Í reglugerðinni segir: „Veiðar íslenskra skipa úr deilistofnum í lögsögum annarra ríkja eru óheimilar án sérstaks leyfis Fiskistofu. Skilyrði fyrir leyfisveitingu Fiskistofu er að fyrir hendi séu samningar um nýtingu á viðkomandi stofni með tilheyrandi aðgangi að lögsögu þess ríkis sem um ræðir.“

Ekkert íslenskt skip hefur leyfi Fiskistofu til veiða á síld í grænlenskri lögsögu, enda eru ekki skilyrði til slíkrar leyfisveitingar þar sem enginn samningur er milli Grænlands og Íslands um síldveiðar.

Þessar reglur voru áréttaðar við íslenskar útgerðir í síðustu viku og grænlensk stjórnvöld hafa verið upplýst um stöðu þessara mála.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta