Hoppa yfir valmynd
18. september 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Grænlensku skipi synjað um löndun á norsk-íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu

Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytið synjaði í gær grænlenskri útgerð um leyfi til að landa hér norsk-íslenskri síld sem veidd var í grænlenskri lögsögu.

Afstaða ráðuneytisins í þessum efnum hefur lengi legið fyrir. Hún byggist á að þeir sem ekki eru aðilar að strandríkjasamningi um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum fá ekki að landa hér á landi. Þetta er í samræmi við lög, nánar tiltekið 3. gr. laga nr. 22/1998 um veiðar og vinnslu erlendra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi. Þetta ákvæði er í samræmi við þau sem mörg önnur lönd hafa og beita við hliðstæðar kringumstæður.  

Grænlenskum yfirvöldum hefur verið gerð grein fyrir afstöðu Íslendinga; m.a. á samráðsfundi landanna um fiskveiðar í mars. Grænlenskum útgerðum, sem gera út á veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum, í grænlenskri lögsögu, ætti því ekki að koma þessi afstaða á óvart.

Tilgangurinn með banninu er að standa vörð um norsk-íslenska síldarstofninn, sem hefur átt mjög í vök að verjast undanfarin ár vegna lítillar nýliðunar og verja þannig íslenska hagsmuni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta