Hoppa yfir valmynd
19. september 2014 Atvinnuvegaráðuneytið

Fundað um viðbúnað Landsnets, Landsvirkjunar, Veðurstofu og fleiri aðila vegna eldsumbrotanna

Neyðarsamstarf-raforkukerfisins
Neyðarsamstarf-raforkukerfisins

Neyðarsamstarf raforkukerfisins (NSR) er samvinnu­vettvangur vinnslufyrirtækja, flutningsfyrirtækis, dreifiveitna, stórnotenda og opinberra aðila á Íslandi vegna vár sem steðjar að vinnslu, flutningi eða dreifingu raforku. Í vikunni fundaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra með þessum aðilum um viðbúnað í raforkukerfinu vegna umbrotanna í og við Vatnajökul. 

Á fundinum komu fram upplýsingar um viðbúnað Landsnets, Landsvirkjunar, Veðurstofu og fleiri aðila vegna eldsumbrotanna og yfirvofandi vár vegna stórflóða af völdum eldgoss í Bárðarbungu. Einnig var farið yfir ýmsar sviðsmyndir umbrota út frá Bárðarbungugosreininni. Áhersla var lögð á samhæfð viðbrögð og að allir hlutaðeigandi væru í viðbragðsstöðu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta