Dagur gegn einelti
Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur í fjórða sinn föstudaginn 7. nóvember til að skólar geti nýtt virkan skóladag til að huga að þessu mikilvæga málefni.
Stjórnvöld hvetja skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að nýta 7. nóvember næstkomandi til að hugleiða hvernig hægt er að stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla og beina athyglinni að því að koma í veg fyrir og uppræta það þjóðarböl sem einelti er.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti ásamt Reykjavíkurborg mun standa fyrir dagskrá í Laugarlækjarskóla í Reykjavík milli kl. 13:30 og 15:30 og eru aðilar skólasamfélagsins í grunnskólum velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Skólasamfélagið, vinnustaðir og samfélagið í heild eru hvött til þess að taka höndum saman og helga 7. nóvember í ár baráttunni gegn einelti með einhverjum hætti. Sýnum samstöðu í verki og höfnum einelti.
Dagskrá
13:30 – Ellen Kristjánsdóttir – tónlistaratriði.
13:37– Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri setur dagskrána.
13:45 – Vigdís Jakobsdóttir, adjúnkt við Listaháskóla Íslands: Tár, bros og stundarskráin.
14:10 – Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráherra flytur ávarp og veitir viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða til samfélagsins.
14:17 – Viðurkenningarhafi flytur ávarp.
14:27 – Myndbandasýning nemenda í Laugarlækjarskóla.
14:37 – Fannar Guðni Guðmundsson og Kristín Lilja Sigurðardóttir, ungmennaráði Samfés:Taktu afstöðu – jafningjafræðsla um einelti.
15:00 – Kaffi og kruðerí.
15:30 – Dagskrárlok.
Fundarstjóri er Guðni Olgeirsson, mennta og menningarmálaráðuneyti