Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Teikning af Ingunni Arnórsdóttur afhent ráðherra

Í gær komu þeir Einar S. Einarsson og Páll G. Jónsson færandi hendi á skrifstofu ráðherra.  Þeir afhentu Illuga Gunnarsyni forláta teikningu  af Ingunni Arnórsdóttur fyrstu menntakonu Íslands eftir Svölu Sóleygu Jónsdóttur.  

Einar S. Einarsson, Illugi Gunnarsson og Páll G. Jónsson
100

Í gær komu  þeir Einar S. Einarsson og Páll G. Jónsson færandi hendi á skrifstofu ráðherra.  Þeir afhentu Illuga Gunnarsyni mennta- og menningarmálaráðherra forláta teikningu  af Ingunni Arnórsdóttur fyrstu menntakonu Íslands eftir Svölu Sóleygu Jónsdóttur.  Með myndinni m.a. fylgir þessi texti.

Ingunn Arnórsdóttir var fyrsta lærða konan hér á landi og kennari á 12. öld.  Rómuð veflistakona og fyrsta nafnkunna skákkona Íslands ef ekki í heimi.  Hún var skagfirsk, af ætt Ásbirninga, dóttir Arnórs Ásbjarnarsonar og systir Kolbeins Arnórssonar, föður þeirra Arnórs og Tuma Kolbeinssona.  Ingunn var á Hólum hjá Jóni biskupi Ögmundssyni og er fyrsta íslenska konan sem sögur fara af sem var menntuð í latínu og öðrum fræðum til jafns við pilta og kenndi þeim líka. ….  Ásamt því að kenna prestsefnum latínu, stundaði Ingunn útsaum og er talið að hún hafi meðal annars saumað altarisklæðum heilaga Maríu og ævi St. Marteins.  Bæði þessi klæði eru nú á erlendum söfnum.

Ingunn Arnórsdóttir hefur einnig verið nefnd meðal heimildarmanna Odds Snorrasonar munks á Þingeyrum að Ólafs sögu Tryggvasonar Noregskonungs.   Ingunnarskóli í Grafarholti í Reykjavík er kenndu r við Ingunni Arnórsdóttur.

Ráðuneytið þakkar gefendunum Svölu Sóleygu Jónsdóttur og Einari S. Einarssyni fyrir gjöfina og þar með að halda minningu þessarar merku konu á lofti.Á myndinni eru  Einar S. Einarsson, Illugi Gunnarsson og Páll G. Jónsson

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira