Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Ragnheiður Elín fer fyrir sendinefnd orku- og verkfræðifyrirtækja til Nicaragua

Fáni Nicaragua
Fáni Nicaragua

Dagana 16. til 20. nóvember mun Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra leiða sendinefnd fyrirtækja á sviði orkumála og verkfræði til Managua í Nicaragua. 

Tilgangur ferðarinnar er að kynna íslensk fyrirtæki og tæknilausnir fyrir heimamönnum og skoða þá möguleika á samstarfi sem stjórnvöld í Nicaragua hafa boðið upp á.

Í ferðinni mun hópurinn m.a. eiga fundi með ráðherrum orku og iðnaðar auk þess sem hann heimsækir og heldur kynningar fyrir leiðandi aðila í orkumálum í Nicaragua. Íslandsstofa og Iceland Geothermal ásamt heimamönnum annast skipulag heimsóknarinnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira