Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Staðfesting á UBL - móti rafrænna viðskipta

Mótið sem Evrópubúar eru farnir að byggja rafræn viðskipti á, kemur frá Bandaríkjunum. Mót þetta nefnist UBL (Universal Business Language) sem er gjaldfrjálst safn staðlaðra rafrænna viðskiptaskjala með XML sniði (Extensible Markup Language).

Þann 31. október undirritaði José Manuel Barroso eina af sínum síðustu ákvörðunum sem framkvæmdastjóri ESB. Í ákvörðuninni fólst að byggja megi á UBL útgáfu 2.1 í opinberum innkaupum.

Þetta hefur mikla þýðingu fyrir þróun rafrænna viðskipta í Evrópu, þar sem vinna CEN/BII, vinnuhóps Staðlasamtaka Evrópu hefur einmitt byggst á UBL 2.1, þar á meðal tækniforskriftir Íslendinga, Dana, Norðmanna, Svía, PEPPOL og ePrior innkaupakerfi ESB. Sjá nánar lið 11 á vefsíðu OASIS.

Tekið skal fram að tækniforskriftir Íslendinga, sem eru þróaðar í samvinnu ICEPRO og FUT (Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni) eru gjaldfrjálsar, (eins og UBL), þrátt fyrir mikla vinnu starfsmanna banka, fyrirtækja og Staðlaráðs Íslands.

UBL er þróað af OASIS (Organization for the Advancement of Structured Information Standards). Samtökin eru stofnuð af nokkrum stórfyrirtækjum, þar á meðal SUN, IBM, Microsoft, og fleirum. Í desember 1999 hófst samvinna OASIS og UN/CEFACT, í þróun ebXML, sem leiddi til útgáfu UBL 1.0 fimm árum síðar. Enn liðu 9 ár þar til núverandi útgáfa, UBL 2.1, kom út í nóvember 2013. Sú saga er rakin í lið 3 á vefsíðu OASIS.

Við látum tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB tala sínu máli.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira