Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tvísköttunarsamningur við Kýpur

Gunnar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi og Andreas Kakouris, sendiherra Kýpur, undirrituðu samninginn.
Gunnar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi og Andreas Kakouris, sendiherra Kýpur, undirrituðu samninginn.

Undirritaður hefur verið samningur milli Íslands og Kýpur til að komast hjá tvísköttun og koma í veg fyrir undanskot frá skattlagningu og nær samningurinn til tekjuskatta.

Undirritunin fór fram í sendiráði Kýpur í Stokkhólmi og undirritaði Gunnar Gunnarsson sendiherra samninginn fyrir hönd Íslands en Andreas Kakouris sendiherra Kýpur í Svíþjóð fyrir hönd Kýpur. 

Helstu efnisatriði samningsins eru þau að samið var um 5% afdráttarskatt af arði ef félagið sem móttekur arðinn á a.m.k. 10% í félaginu sem greiðir arðinn, en í öðrum tilvikum var samið um 10% afdráttarskatt. Þá var samið um 5% afdráttarskatt af þóknunum en vexti má aðeins skattleggja í því ríki þar sem raunverulegur eigandi er heimilisfastur. Samkvæmt samningnum er frádráttaraðferð (credit method) beitt í því skyni að koma í veg fyrir tvísköttun. 

Á næstu vikum munu stjórnvöld vinna að fullgildingu samningsins í báðum samningsríkjum. Vonast er til að samningurinn geti komið til framkvæmda 1. janúar 2015.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira