Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta

Ljósleiðari
Ljósleiðari

Í byggðaáætlun 2014-2017 er lögð áhersla á að unnar verði og kynntar heildstæðar upplýsingar fyrir opinbera aðila að taka mið af í tengslum við uppbyggingu ljósleiðara og annarra fjarskiptainnviða. Frá samþykkt áætlunarinnar hefur verið unnið að þessu markmiði í samstarfi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, innanríkisráðuneytis og Póst- og fjarskiptastofnunar. Nú hefur afraksturinn litið dagsins ljós og fyrir liggja umfangsmiklar leiðbeiningar sem sveitarfélög um allt land geta nýtt, hafi þau áhuga á að vinna að uppbyggingu fjarskiptakerfa á sínu svæði. 

Í framhaldinu mun Póst- og fjarskiptastofnun halda fundi í öllum landshlutum og kynna leiðbeiningarnar ásamt því að bjóða upp á sértæka aðstoð við einstök sveitarfélög.

Leiðbeiningarnar og viðauki við þær

Frétt á heimasíðu innanríkisráðuneytis

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira