Vefkökum sem eru notaðar á þessum vef er skipt í flokka. Þú getur leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Ef flokki, sem hafði áður verið leyfður, er síðar hafnað, er öllum vafrakökum í þeim flokki eytt út úr vafranum þínum. Undir flipanum vefkökuyfirlýsing geturðu séð lista yfir kökur í hverjum flokki ásamt ítarlegum upplýsingum.Til viðbótar geturðu séð lista yfir kökur í hverjum flokki og ítarlegar upplýsingar í vafrakökuyfirlýsingunni.
Sumar kökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsins. Vefurinn mun ekki virka rétt án þessara vafrakaka. Þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim.
Tölfræðikökur
Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefinn með því að safna og greina upplýsingum um notkun hans.
Markaðskökur
Markaðskökur eru notaðar til að rekja gesti slóð gesta á milli vefsíða sem gerir auglýsendum kleift að birta viðeigandi og grípandi auglýsingar.
Vefkökum sem eru notaðar á þessum vef er skipt í flokka. Þú getur leyft eða hafnað ákveðnum eða öllum flokkum. Ef flokki, sem hafði áður verið leyfður, er síðar hafnað, er öllum vafrakökum í þeim flokki eytt út úr vafranum þínum. Undir flipanum vefkökuyfirlýsing geturðu séð lista yfir kökur í hverjum flokki ásamt ítarlegum upplýsingum.
Sumar kökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsins. Vefurinn mun ekki virka rétt án þessara vafrakaka. Þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim.
Nauðsynlegar kökur
Nafn
Lén
Slóð
Rennur út
Merki
ASP.NET_SessionId
stjornarradid.is
/
Vafra lokað
Notað af Microsoft ASP.Net til að muna stillingar notanda milli síðna
sessionPersist
stjornarradid.is
/
Vafra lokað
Notað til að muna afstöðu þína til síðunnar á meðan vafri er opinn
cookiehub
.stjornarradid.is
/
365 dagar
Used by CookieHub to store information about whether visitors have given or declined the use of cookie categories used on the site.
__cf_bm
.twitter.com
/
1 klukkutími
Þriðji aðili
The __cf_bm cookie supports Cloudflare Bot Management by managing incoming traffic that matches criteria associated with bots. The cookie does not collect any personal data, and any information collected is subject to one-way encryption.
Tölfræðikökur
Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefinn með því að safna og greina upplýsingum um notkun hans.
Tölfræðikökur
Nafn
Lén
Slóð
Rennur út
Merki
nmstat
.stjornarradid.is
/
400 dagar
Tölfræði kaka sem fylgist með notkun gesta á síðunni. Upplýsingarnar eru notaðar til að bæta upplifun gesta. Siteimprove býr til handahófskennd auðkenni fyrir hvern gest sem kemur í veg fyrir að persónuupplýsingar séu vistaðar.
Markaðskökur
Markaðskökur eru notaðar til að rekja gesti slóð gesta á milli vefsíða sem gerir auglýsendum kleift að birta viðeigandi og grípandi auglýsingar.
Markaðskökur
Nafn
Lén
Slóð
Rennur út
Merki
YSC
.youtube.com
/
Vafra lokað
Þriðji aðili
Vefkaka frá youtube sem telur áhorf
VISITOR_INFO1_LIVE
.youtube.com
/
180 dagar
Þriðji aðili
Vefkaka frá youtube sem vaktar nethraða gesta til að ákveða hvernig myndbönd spilast
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í gær viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Nikaragúa á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku.
Viljayfirlýsingin, sem er á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ráðuneytis orku- og námumála í Nikaragúa, var undirrituð að viðstöddum Daniel Ortega, forseta landsins.
Á sama fundi undirritaði ENEL, orkufyrirtæki Nikaragúa, og Icelandic Geothermal Power S.E. viljayfirlýsingu um þróun auðlindagarðs í Nikaragúa á jarðhitasvæðunum Masaya, Apoyo og Mombacho. Áætlað virkjanlegt afl svæðisins er talið 363 MW. Til viðbótar felur viljayfirlýsingin í sér aðkomu fyrirtækisins að tveimur vatnsaflsvirkjunum.
Í ferðinni til Nikaragúa fer ráðherra fyrir viðskiptasendinefnd tíu íslenskra fyrirtækja, Ísor, Eflu, Íslenska jarðhitaklasans, Jarðborana, Green Energy Group, Landsvirkjunar/Landsvirkjunar Power, Mannvits, Verkís, Icelandic Geothermal Power og Reykjavik Geothermal, sem öll starfa innan íslenska jarðhitaklasans – en það var Íslandsstofa sem skipulagði ferðina. Markmiðið er að skoða mögulega aðkomu fyrirtækjanna að sjálfbærri orkuvinnslu í landinu.
Ragnheiði Elínu veittur lykillinn að Granadaborg
Á mánudag fundaði Ragnheiður Elín ásamt sendinefndinni og Íslandsstofu með Paul Oquist, ráðherra þjóðhagslegrar stefnumótunar, Emilio Rappacciolli, ráðherra orku- og námumála og Ernesto Martínez Tiffer, forstjóra ENEL. Á þeim fundum voru áform ríkisstjórnar Nikaragúa um endurnýjanlega orkunýtingu kynnt og möguleg aðkoma íslensku fyrirtækjanna en þau kynntu jafnframt hvað þau hafi að bjóða hvert og eitt.
Á mánudagskvöld kynnti Albert Albertsson, formaður íslenska jarðhitaklasans og aðstoðarforstjóri HS-orku, hugmyndafræðina að baki Auðlindagarðinum á Reykjanesi og hans sýn á auðlindanýtingu almennt sem byggir m.a. á því að úrgangur einnar iðnaðarstarfssemi sé mikilvægt hráefni fyrir annan iðnað.
Í gær voru nokkur jarðhitasvæði í landinu skoðuð, Masaya, Apoyo og Mombacho, en að lokinni vettvangsferð var borgin Granada heimsótt þar sem borgarstjórinn, Julia Mena, veitti ráðherra lykilinn að Granadaborg – en hann er alla jafnan einungis veittur þjóðhöfðingjum annarra ríkja.
Á fundi ráðherra og Daniel Ortega var rætt um samstarf þjóðanna og áhuga Ortega á að auka jarðhitavinnslu í landinu með aðstoð Íslendinga. Ortega kom á framfæri sérstökum kveðjum til forseta Íslands og forsætisráðherra.
Í dag mun ráðherra ásamt sendinefnd heimsækja San Jacinto Tizate jarðhitavirkjunina sem tók til starfa árið 2005 og er 10 MW að stærð en þegar hefur verið ákveðið að stækka hana upp í 72 MW. Að lokinni heimsókn í virkjunina mun ráðherra heimsækja borgina León, en hún er næst elsta borg landsins. Ferðinni lýkur 20. nóvember.
Hafa samband
Ábending / fyrirspurn
Skilaboðin hafa verið send ráðuneytinu til afgreiðslu.