Hoppa yfir valmynd
19. nóvember 2014 Matvælaráðuneytið

Viljayfirlýsing milli Íslands og Nikaragúa um hagnýtingu endurnýjanlegra orkugjafa

Skrifað undir viljayfirlýsingu
Skrifað undir viljayfirlýsingu

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, undirritaði í gær viljayfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Nikaragúa á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa. Viljayfirlýsingin felur í sér að löndin tvö muni efla samvinnu sín á milli, m.a. hvað varðar þekkingu á sviði endurnýjanlegrar orku. 

Viljayfirlýsingin, sem er á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og ráðuneytis orku- og námumála í Nikaragúa, var undirrituð að viðstöddum Daniel Ortega, forseta landsins.

Albert Albertsson HS Orku, Ragnheiður Elín og Tifferforstjóri ENELÁ sama fundi undirritaði ENEL, orkufyrirtæki Nikaragúa, og Icelandic Geothermal Power S.E. viljayfirlýsingu um þróun auðlindagarðs í Nikaragúa á jarðhitasvæðunum Masaya, Apoyo og Mombacho. Áætlað virkjanlegt afl svæðisins er talið 363 MW. Til viðbótar felur viljayfirlýsingin í sér aðkomu fyrirtækisins að tveimur vatnsaflsvirkjunum. 

Í ferðinni til Nikaragúa fer ráðherra fyrir viðskiptasendinefnd tíu íslenskra fyrirtækja, Ísor, Eflu, Íslenska jarðhitaklasans, Jarðborana, Green Energy Group, Landsvirkjunar/Landsvirkjunar Power, Mannvits, Verkís, Icelandic Geothermal Power og Reykjavik Geothermal, sem öll starfa innan íslenska jarðhitaklasans – en það var Íslandsstofa sem skipulagði ferðina. Markmiðið er að skoða mögulega aðkomu fyrirtækjanna að sjálfbærri orkuvinnslu í landinu. 

Ragnheiði Elínu veittur lykillinn að Granadaborg

Ragnheiður Elín, Paul Oquist og Jón Ásbergsson ÍslandsstofuÁ mánudag fundaði Ragnheiður Elín ásamt sendinefndinni og Íslandsstofu með Paul Oquist, ráðherra þjóðhagslegrar stefnumótunar, Emilio Rappacciolli, ráðherra orku- og námumála og Ernesto Martínez Tiffer, forstjóra ENEL. Á þeim fundum voru áform ríkisstjórnar Nikaragúa um endurnýjanlega orkunýtingu kynnt og möguleg aðkoma íslensku fyrirtækjanna en þau kynntu jafnframt hvað þau hafi að bjóða hvert og eitt. 

Á mánudagskvöld kynnti Albert Albertsson, formaður íslenska jarðhitaklasans og aðstoðarforstjóri HS-orku, hugmyndafræðina að baki Auðlindagarðinum á Reykjanesi og hans sýn á auðlindanýtingu almennt sem byggir m.a. á því að úrgangur einnar iðnaðarstarfssemi sé mikilvægt hráefni fyrir annan iðnað.

Ragnheiður Elín veitir borgarlyklinum viðtökuÍ gær voru nokkur jarðhitasvæði í landinu skoðuð, Masaya, Apoyo og Mombacho, en að lokinni vettvangsferð var borgin Granada heimsótt þar sem borgarstjórinn, Julia Mena, veitti ráðherra lykilinn að Granadaborg – en hann er alla jafnan einungis veittur þjóðhöfðingjum annarra ríkja. 

Daniel Ortega, Ragnheiður Elín og hraunmoli úr HoluhrauniÁ fundi ráðherra og Daniel Ortega var rætt um samstarf þjóðanna og áhuga Ortega á að auka jarðhitavinnslu í landinu með aðstoð Íslendinga. Ortega kom á framfæri sérstökum kveðjum til forseta Íslands og forsætisráðherra.

Í dag mun ráðherra ásamt sendinefnd heimsækja San Jacinto Tizate jarðhitavirkjunina sem tók til starfa árið 2005 og er 10 MW að stærð en þegar hefur verið ákveðið að stækka hana upp í 72 MW. Að lokinni heimsókn í virkjunina mun ráðherra heimsækja borgina León, en hún er næst elsta borg landsins. Ferðinni lýkur 20. nóvember.

Skoðunarferð



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum