Hoppa yfir valmynd
21. nóvember 2014 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Niðurstaða um fjarstýrð mannlaus loftför

Nú liggja fyrir niðurstöður samráðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Frestur til að koma að athugasemdum í samráðinu var til 24. október 2014.

Drónar eru þegar mikið notaðir víða í Evrópu í borgaralegum tilgangi svo sem við öryggisskoðanir innviða, ýmis erindi sem koma upp vegna hamfara svo og í landbúnaði. Víðtæk notkun tækjanna vekur upp spurningar viðvíkjandi öryggi í loftrými og fólks á jörðu niðri sem og spurningar um friðhelgi einkalífsins. Verkefnið verður því að ná jafnvægi milli þess ávinnings sem hafa má af tækjunum og þeim hömlum sem setja þarf á notkun þeirra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira