Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Rannsókn á skipulagi norræns vinnumarkaðar

Frá fundi ráðherranna
Frá fundi ráðherranna

Efla þarf norrænt samstarf um málefni vinnumarkaðarins að mati vinnumarkaðsráðherra Norðurlandanna. Á fundi sínum í Kaupmannahöfn síðastliðinn fimmtudag ákváðu þeir að láta gera rannsókn á skipulagi norræns vinnumarkaðar.

Á fundi ráðherranna gerði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, grein fyrir viðburðum á formennskuári Íslands í norrænu ráðherranefndinni. Ráðherrarnir ræddu einnig niðurstöðu skýrslu um norrænu velferðarkerfin frá finnsku rannsóknarstofnunnni ETLA sem fjallar um félagsleg undirboð, landamærahindranir og framtíð norræns samstarf um málefni vinnumarkaðarins.

„Norðurlönd eru ekki aðeins svæði innan þess vinnumarkaðar sem ESB- og EES-reglur ná til. Við höfum veitt almenningi í löndunum okkar miklu fleiri möguleika. Það nægir að líta til þeirra tugþúsunda Norðurlandabúa sem daglega sækja vinnu yfir landamæri á Norðurlöndum og tekst að skipuleggja daglegt líf sitt út frá því. Norræna samastarfið á sviði vinnumála hefur skilað góðum árangri síðastliðin 60 ára en við höfum allar forsendur til að gera meira“, sagði Eygló Harðardóttir meðal annars á fundi ráðherranna.

Í því skyni að finna samstarfinu öflugri farveg samþykktu ráðherrarnir tillögu um að láta gera rannsókn á skipulagi norræna samstarfsins. Eygló lagði áherslu á að rannsóknin skili skýrum tillögum sem ráðherranefndin getur tekið afstöðu ti, forgangsraðað og hrint í framkvæmd sem fyrst.

Vinnumarkaðsráðherrarnir mæla fyrir um að rannsóknin á skipulagi vinnumarkaðarins eigi að stuðla að auknu skuldbindandi samstarfi. Hún eigi því að beinast að því að;

  • kanna mögulegan ávinning af því að starfa saman á þessu sviði í málum sem snerta ESB/EES,
  • skoða samstarf framvegis um önnur alþjóðamál, til dæmis á vettvangi OECD og ILO,
  • skoða aukna áherslu á sameiginlegar norrænar aðgerðir sem tengjast markmiðum samstarfssviðsins og sem stuðla að aukinni atvinnuþátttöku og minna atvinnuleysi, samþættu atvinnulíf og góðu vinnuumhverfi,
  • skilgreina hlutverk þríhliða viðræðna við aðila vinnumarkaðarins á norrænum vettvangi.

Á myndinni hér að ofan má sjá frá vinstri: Tuire Santamäki – Vuori  (Finland) ráðuneytisstjóri, Dagfinn Höybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Sanne Fandrup (Grænland) deildarstjóri, Ylva Johansson (Svíþjóð), vinnumálaráðherra, Henrik Dam Kristensen (Danmörk), vinnumálaráðherra, Robert Eriksson (Noregur), vinnumálaráðherra, Johan Dahl, (Færeyjar), vinnumálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira