Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2014 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisþjónusta á Norðurlöndunum í tölum, máli og myndum

Skurðaðgerð undirbúin
Skurðaðgerð undirbúin

Norræna heilbrigðistölfræðinefndin (NOMESKO) hefur gefið út ritið Helsestatistik for de nordiske lande 2014, þar sem dregnar eru saman viðamiklar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndunum og sýndur samanburður milli þjóðanna á ýmsum sviðum þjónustunnar.

Norræna heilbrigðistölfræðinefndin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og hefur staðið fyrir útgáfu á ritum um heilbrigðisþjónustu í norrænu ríkjunum um margra áratuga skeið en nefndin tók til starfa árið 1966.

Í ritinu sem nú er komið út er birt margvísleg heilbrigðistölfræði. Upplýsingarnar sem fram koma eru þær nýjustu sem aðgengilegar voru við útgáfu ritsins, þær elstu frá árinu 2012 og þær nýjustu frá því í sumar, 2014.

Í fyrsta kafla ritsins er fjallað um heilbrigðisþjónustu í hverju landanna fyrir sig, skipulag heilbrigðiskerfisins, fjármögnun þess, greiðsluþátttöku sjúklinga, eftirlit með heilbrigðisþjónustunni og heilbrigðisstarfsfólki og fleira.

Annar kaflinn fjallar um mannfjölda, mannfjöldaþróun og frjósemi, þriðji kaflinn um sjúkdóma, sjúkdómsmeðferð, slys og lyf og fjórði kaflinn fjallar um dánartíðni og dánarorsakir

Í fimmta kafla ritsins er fjallað um fjármögnun, nýtingu fjármuna í heilbrigðiskerfinu, útgjöld og greiðsluþátttöku sjúklinga, um heilbrigðisstarfsfólk, rúmafjölda o.fl.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira