Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ráðstöfunartekjur hækka og vísitala neysluverðs lækkar- aukin framlög til heilbrigðis- og menntamála

Í kjölfar batnandi afkomu og bjartari þjóðhagsspár hefur myndast nokkurt svigrúm fyrir sérstök áherslumál ríkisstjórnarinnar. Því eru lagðar til nokkrar breytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2015 milli 1. og 2. umræðu. 

Neðra þrep VSK í 11% og ráðstöfunartekjur allra tekjuhópa aukast enn frekar

 • Neðra þrep virðisaukaskattskerfisins lækkar úr 12% í 11%. Áhrifin á vísitölu neysluverðs eru til lækkunar eða um 0,35% í stað 0,2%. Ásamt því mun kaupmáttur ráðstöfunartekna aukast um 0,65% í stað 0,5%.
 • Afnám vörugjalda og lækkun efra þreps virðisaukaskattskerfisins leiðir til umtalsverðrar lækkunar á neysluútgjöldum heimilanna þrátt fyrir hækkun neðra þrepsins. Skattkerfisbreytingarnar munu tryggja að allir tekjuhópar komi fjárhagslega enn betur út. Samanlögð áhrif til hækkunar á ráðstöfunartekjum heimilanna nema rúmum 6 milljörðum króna. 

Brúttógjöld heimila læakka vð fyrirhugaðar breytingar á VSK og vörugjöldum. Á myndinni er skipt eftir tekjutíundum - m.v. að neðra skattþrep VSK verði 11%

Lyfjakostnaður einstaklinga minnkar

 • Þátttaka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar um 5% með 150 m.kr. aukinni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun efra þreps VSK úr 25,5% í 24%.

Heilbrigðiskerfið styrkt enn frekar og framlög til Landspítalans aldrei hærri

 • Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um 2.125 m.kr. 
  - 1.000 m.kr. hækkun til Landspítalans. Samtals 49,4 ma.kr. fjárheimild sem hefur aldrei verið hærri.
  - 250 m.kr. ný rekstrarframlög til heilbrigðismála almennt.
         Tækjakaup á landsbyggðinni 100 m.kr.
          Styrking á rekstrargrunni heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva 100 m.kr.
          FSA 50 m.kr. 
 • Stóraukið framlag sem nemur 875 m.kr. vegna hönnunar meðferðarkjarna nýs Landspítala. 

Brúttógjöld LSH 2003-2015 á föstu verðlagi. Myndin sýnir útgjöld og fjárheimildir.

Efling menntakerfisins

 • Framlög til menntamála aukast um 767 m.kr. 
  - Aukin framlög til háskóla 617 m.kr. 
  - Vinnustaðanámssjóður 150 m.kr. - framlag gert varanlegt

Húsaleigubætur aukast

 • Til að koma til móts við tekjulægstu leigjendur á húsnæðismarkaði verður  400 m.kr. varið til viðbótar þegar ákveðnu framlagi til að bæta stöðu þeirra. 

Auk þess má nefna til viðbótar framlög til eftirfarandi málaflokka: sóknaráætlanir landshluta, vegaframkvæmdir, íþróttamál, Landhelgisgæslan, VIRK, lýðheilsa  og brothættar byggðir. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira