Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Stefnum saman til framtíðar

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði í vikunni ráðstefnuna Íslenskar æskulýðsrannsóknir, Stefnum saman til framtíðar
Illugi Gunnarsson setur ráðstefnuna

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, opnaði í vikunni ráðstefnuna Íslenskar æskulýðsrannsóknir, Stefnum saman til framtíðar. Meginþema ráðstefnunnar var stefnumótun um æskulýðsmál og fjölmenning á Íslandi. Æskulýðsráð lauk nýverið vinnu við stefnumótun í æskulýðsmálum á Íslandi og kom ráðherra sérstaklega inn á þá vinnu í ávarpi sínu. 

Ingibjörg Valgeirsdóttir, formaður Æskulýðsráð ræddi um stefnumótunarvinnuna og þá vinnu sem er framundan í frekari úrvinnslu markmiða stefnumótunarinnar. Lassi Siurala, lektor í félagsfræði og fyrrverandi framkvæmdastjóri æskulýðsdeildar Evrópuráðsins sagði frá stefnumótunarvinnu í æskulýðsmálum m.a. í Finnlandi og í Evrópuráðinu. Einnig voru fyrirlestrar um fjölmenningu og stöðu innflytjenda á Íslandi. Eftir hádegi voru málstofur um fjölbreytt viðfangsefni á sviði æskulýðsmála.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira