Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2014 Forsætisráðuneytið

Utanríkisráðherra Kanada í heimsókn

Frá heimsókn utanríkisráðherra Kanada
Frá heimsókn utanríkisráðherra Kanada

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, átti nú síðdegis fund með John Baird, utanríkisráðherra Kanada, sem staddur er hér á landi í boði utanríkisráðherra. Á fundinum ræddu ráðherrarnir sögu- og menningarleg tengsl Íslands og Kanada, en um 200.000 Kanadamenn af íslenskum uppruna búa í Kanada. Einnig ræddu ráðherrarnir viðskipti og fjárfestingar milli landanna sem fara vaxandi, sem og fjölgun ferðamanna, en nú er flogið beint frá Keflavík til fjögurra áfangastaða í Kanada. Þá voru sameiginleg hagsmunamál Íslands og Kanada í málefnum norðurslóða til umræðu, en Kanada fer nú um stundir með formennsku í Norðurskautsráðinu. Ráðherrarnir ræddu einnig stöðuna í Írak og Sýrlandi, sem og horfur í öryggismálum í Evrópu, einkum í Úkraínu. 

Utanríkisráðherra Kanada heldur af landi brott á morgun.

heimsokn-utanrikisradherra-kanada
Frá heimsókn utanríkisráðherra Kanada

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira