Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2014 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherrar Íslands og Kanada funda

John Baird, Gunnar Bragi Sveinsson og Janis G. Johnson

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og John Baird, utanríkisráðherra Kanada, sem staddur er  heimsókn á Íslandi, funduðu í Ráðherrabústaðnum í dag. Á fundinum ræddu ráðherrarnir ýmis mál, m.a. áhuga á auknum viðskiptum landanna og áætlanir um útvíkkun á fríverslunarsamningi EFTA og Kanda, svo að hann nái til fleiri sviða en vöruviðskipta, s.s. þjónustuviðskipta, fjárfestinga, verndunar hugverkaréttinda og opinberra innkaupa. Einnig ræddu þeir möguleika á að gera samning á milli landanna um að greiða fyrir heimildum ungs fólks til ferða og atvinnu á milli ríkjanna.

Ráðherrarnir ræddu samstarf í öryggis- og varnarmálum, en kanadíski flugherinn hefur í tvígang tekið þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi og er áframhald á þeirri þátttöku nú í undirbúningi. Þá ræddu þeir öryggishorfur í Evrópu, m.a. í tengslum við ástandið í Úkraínu og uppgang hryðjuverkasamtakanna ISIS.

Þá ræddu þeir þróun á norðurslóðum, mikilvægt samstarf Íslands og Kanada á því sviði og undirbúning ráðherrafundar Norðurskautsráðsins sem haldinn verður í Iqaluit í Kanada í apríl 2015.

Gunnar Bragi nefndi sérstaklega þann mikla fjölda Íslendinga sem fluttist til Kanada í lok 19 aldar og sterkum tengslum þeirra við Ísland. Hann sagði íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að rækta þessi tengsl, sem myndu vonandi nýtast í öðrum samskiptum landanna, bæði menningarlega, í viðskiptum, norðurslóðamálum og öðrum alþjóðamálum en einn afkomandi Vesturfaranna, öldungardeildarþingmaðurinn Janis Gudrun Johnson frá Manitoba, var með í föruneyti Baird.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira