Hoppa yfir valmynd
2. desember 2014 Matvælaráðuneytið

„Ég sá inn í framtíðina og hún er björt“ - Ragnheiður Elín heimsækir nýsköpunar- og sprotafyrirtæki

Apon
Apon

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra gerði víðreist sl. fimmtudag þegar hún ásamt fulltrúm ráðuneytisins heimsótti 19 nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. „Það er ómetanlegt fyrir mig sem ráðherra nýsköpunarmála að sjá og sannreyna nýsköpunarkraftinn og  hugmyndaauðgina sem einkennir þessi fyrirtæki og ræða við forsvarsmenn þeirra hvernig stuðningsumhverfið hefur nýst þeim og hvernig við getum bætt enn frekar umhverfi nýsköpunar og framfara.“  

Stjörnu OddiÞað þarf ekki að fjölyrða um það að ferðin var afar vel heppnuð og ráðherra og hennar fólk kom til baka klyfjað af hugmyndum og ráðleggingum um það hvar og hvernig megi gera betur.

Gróskan í nýsköpun er mikil og flóran fjölbreytt eins og sannaðist í heimsóknum ráðherra, litrófið spannar allt frá hönnun á barnafötum yfir í smíði rannsóknarkafbáta og örflaga sem m.a. hafa nýst til rannsókna á Suðurskautinu.

As We GrowAs We Grow ehf.: Fatahönnunarfyrirtæki með barnaföt sem slegið hafa í gegn.






Activity StreamActivity Stream: Byltingarkennd nálgun á söfnun upplýsinga og úrvinnslu þeirra. 




Apon: Framúrskarandi hönnun og smíði á smáforritum.


Guide to IcelandGuide to Iceland: Vinsælasta vefsvæði landsins með ferðatengdar upplýsingar um Ísland.





Mure VRMure VR: Skaparar Breakroom sem er vinnuumhverfi í sýndarveruleika.






TARAMAR: Þróun á húðvörum sem draga úr sjáanlegum áhrifum öldrunar.

Luminox: Tölvuuleikjafyrirtæki sem vinn­ur að sín­um fyrsta tölvu­leik Aaru's Awakening.

StikiStiki: Ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í gagnaöryggi, tölvuöryggi og öryggismálum upplýsingakerfa.




Stjörnu Oddi: Þróun á framleiðsla á örtæknilausnum til gagnasöfnunar.

Íshús HafnarfjarðarÍshús Hafnarfjarðar:Samfélag hönnuða í listiðnaðargeiranum og iðnaði þar sem er að finna vélar og tæki til framleiðslu flókinna verkefna.




Brum Funding: Brum er vettvangur á netinu þar sem fjárfestar geta fjárfest í sprotafyrirtækjum og sprotafyrirtæki geta kynnt sig og fengið það fjármagn sem þau þurfa til þess að vaxa. 

Foss Distilleries: Framleiðsla á birkisafa, birkisnaps og birkilíkjörs til útflutnings.

Gerosion: Ráðgjöf, efnisprófanir og sérhæfð rannsóknar- og þróunaraðstoð í jarðhita og olíuiðnaði.

Gracipy: Mataruppskriftir settar fram á nýjan hátt með því að sameina hráefni, aðgerðir og skref í myndrænni framsetningu.

Lauf forks: Hönnun og framleiðsla á hjólagöflum.

Radient Games: Kennslutölvuleikur fyrir börn.

Transmit: Hugbúnaðarhús sem tekur að sér ýmis sérverkefni auk eigin vara.

ÆVI: Kerfi sem kemur sögum og lífsreynslu til ástvina eftir andlát.

Teledyne GaviaTeledyne Gavia: Hönnun og framleiðsla á rannsóknarkafbátum.


 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum