Hoppa yfir valmynd
2. desember 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

FATCA samningur áritaður við bandarísk stjórnvöld

Íslensk stjórnvöld hafa áritað FATCA (e. Foreign Accounts Tax Compliance Act) samning við bandarísk stjórnvöld. 

Samkvæmt FATCA lögunum ber öllum erlendum fjármálastofnunum að senda árlega upplýsingar um tekjur og eignir bandarískra skattgreiðenda beint til bandarískra skattyfirvalda. Fallist fjármálastofnun ekki á að veita upplýsingarnar verður lagður 30% afdráttarskattur á allar fjármagnstekjur sem viðkomandi fjármálastofnun og viðskiptavinir hennar fá frá Bandaríkjunum. 

Með fyrrgreindum samningi milli stjórnvalda er íslenskum fjármálastofnunum auðveldað að uppfylla kröfur skv. FATCA reglunum og mun ríkisskattstjóri hafa milligöngu um upplýsingaskiptin. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum