Hoppa yfir valmynd
2. desember 2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Hátíð brautskráðra doktora

Illugi Gunnarsson ávarpaði nýdoktora á hátíð í Háskóla Íslands. 79 doktorar vörðu doktorsritgerðir sínar við HÍ síðastliðið ár og hafa þeir aldrei verið fleiri

Illugi Gunnarsson Hátíð nýdoktora 1. des. 2014
Illugi Gunnarsson Hátíð nýdoktora 1. des. 2014

Hátíð brautskráðra doktora var haldin í Háskóla Íslands í fjórða sinn þann í dag. Hátíðin er tileinkuð doktorsnámi og brautskráðum doktorum frá skólanum og verður þeim 79 doktorum, sem varið hafa doktorsritgerðir sínar við Háskóla Íslands síðastliðið ár, afhent gullmerki skólans. Um met­fjölda braut­skráðra doktora er að ræða og hefur skólinn náð mark­miði sínu um 60-70 brautskráningar úr doktors­námi á ári hverju. Doktorarnir eru af öllum fimm fræðasviðum háskólans og hafa lagt mikið til rannsókna og nýsköpunar innan skólans.

Ill­ugi Gunn­ars­son mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og ávarpaði nýdoktorana og aðra gesti hátíðarinnar. Auk hans fluttu ávörp Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands og Hrafn­hild­ur Hann­es­dótt­ir, doktor í jarðfræði, sem talaði fyrir hönd nýbraut­skráðra doktora.

Í ávarpi sínu sagði Illugi Gunnarsson meðal annars:

"Það er stefna mín að styðja við hinn mikla faglega metnað skólans og vinna að því að efla háskólakerfið í heild sinni hér á landi til framtíðar. Í þessu skyni vinnum við í ráðuneytinu að því að greina ítarlega stöðu háskóla- og vísindaumhverfisins með það fyrir augum að finna leiðir til að gera betur. Þetta snýst ekki einvörðungu um fjárhagsstöðu skólanna, heldur líka um að gera nauðsynlegar umbætur á kerfinu. Markmiðið er skýrt: að auka gæði, árangur og ávinning af rannsóknum og háskólastarfi hér á landi".

Sjá nánar á vef HÍ

Háskóli Íslands hátíð nýdoktora 1. des.2014

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira