Hoppa yfir valmynd
2. desember 2014 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Styrkir vegna námsupplýsingakerfis

Ráðstafað verður um 30 millj.kr. til að aðstoða grunnskóla við að uppfæra námsupplýsingakerfi

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að ráðstafa um 30 millj.kr. til að styrkja sveitarfélög og aðra rekstraraðila grunnskólaí landinu til að taka upp námsupplýsingakerfi, sem styður við innleiðingu nýrrar aðalnámskrár í grunnskólum landsins og áherslur sem fram koma í Hvítbók um umbætur í menntun.

Námsupplýsingakerfið er ætlað kennurum og skólastjórnendum og nýtist í daglegu starfi þeirra, m.a. við áætlanagerð, skólanámskrárgerð og nýtt námsmat. Ráðuneytið hefur gert kröfulýsingu fyrir slíkt kerfi og þar eru þeir lykilþættir sem taldir eru nauðsynlegir.

Styrkir mennta- og menningarmálaráðuneytis greiðast beint til sveitarfélaga. Síðan er gert ráð fyrir að hvert og eitt sveitarfélag snúi sér til þess hugbúnaðarfyrirtækis, sem þjónustar viðkomandi grunnskóla, að höfðu samráði við grunnskóla sína og sjálfstætt rekna grunnskóla með þjónustusamning við sveitarfélagið.

Kröfulýsing

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira