Hoppa yfir valmynd
5. desember 2014 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - október 2014

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu 10 mánuði ársins 2014 liggur nú fyrir en í aðalatriðum gefur það upplýsingar um afkomu ríkissjóðs á grundvelli innheimtra tekna og greiddra gjalda. Nokkur munur er á greiðsluuppgjöri annars vegar og uppgjöri á rekstrargrunni eins og ríkisreikningur er gerður eftir hins vegar. Hann felst einkum í því að í greiðsluuppgjöri er ekki tekið tillit til ýmissa fjárskuldbindinga og krafna sem áfallnar eru á árinu bæði á tekju- og gjaldahlið sem hafa ekki haft áhrif á greiðslur úr ríkissjóði. 

Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 22,1 ma.kr. en var neikvætt um 8,8 ma.kr. á sama tímabili árið 2013. Innheimtar tekjur hækkuðu um 52,8 ma.kr. milli ára en greidd gjöld jukust um 23,8 ma.kr.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira