Hoppa yfir valmynd
5. desember 2014 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Uppbygging innviða á iðnaðarsvæðinu í Helguvík

Helguvík
Helguvík

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun kynnti Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra áform um uppbyggingu innviða á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þar er fyrirhuguð veruleg nýfjárfesting í atvinnustarfsemi. Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hefur verið unnið að verkefnum þessu tengdu og má þar nefna fjárfestingarsamninga sem undirritaðir voru fyrr á árinu við félögin Thorsil og United Silicon um kísilmálmverksmiðjur. Verði þessi áform að veruleika munu þau hafa í för með sér jákvæð þjóðhagsleg, samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. 

Forsenda þess að uppbygging á nýrri atvinnustarfsemi í Helguvík geti átt sér stað er að til staðar séu fullnægjandi innviðir, s.s. hafnaraðstaða og vegir. Í þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2014–2017 er tekið fram að ríkisstjórnin muni styðja við frekari uppbyggingu innviða á Helguvíkursvæðinu með sambærilegum hætti og gert var á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Þess má geta að fjárfesting PCC á Bakka er áætluð um 28 milljarðar króna, fjárfestingar Alcoa vegna álversins á Reyðarfirði voru um 140 milljarðar króna og samanlögð fjárfesting Thorsil og United Silicon í Helguvík er áætluð um 40 milljarðar króna.

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hyggst leggja fram á komandi vorþingi frumvarp til laga um til að fjármagna uppbyggingu í Helguvík. Ákveðin efnisákvæði í frumvarpinu munu þurfa samþykki Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og mun ráðuneytið vinna að málinu í samstarfi við stofnunina. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira