Hoppa yfir valmynd
11. desember 2014 Matvælaráðuneytið

Ragnheiður Elín heldur opna fundi um náttúrupassa - Selfoss í dag kl. 17

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir

„Af hverju náttúrupassi?“ er yfirskrift á opnum fundum sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun halda víðs vegar um landið á næstunni.

Fyrsti fundurinn er í dag, fimmtudaginn 11. desember, kl. 17 í Tryggvaskála á Selfossi. 

Á fundunum mun ráðherra kynna frumvarp um náttúrupassa og taka þátt í líflegum umræðum. 

Fundirnir eru að sjálfsögðu öllum opnir og er fólk hvatt til að mæta.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum